Erlent

Snowden hvetur Breta til að fara að fordæmi Íslendinga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Edward Snowden fylgist vel með atburðarásinni á Íslandi.
Edward Snowden fylgist vel með atburðarásinni á Íslandi. Vísir/Getty
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hvetur bresku þjóðina til þess að krefjast þess að forsætisráðherrann, David Cameron, segi af sér. Hann vill að landsmenn fari að fordæmi Íslendinga og mótmæli. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Snowden.

Cameron viðurkenndi í kvöld að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns – og að hann hafi hagnast af því. Hann seldi sinn hlut með hagnaði fjórum mánuðum áður en hann varð forsætisráðherra.

Sjá einnig:Cameron viðurkennir að hafa átt hlut í aflandsfélagi

Málið komst upp eftir birtingu Panama-skjalanna svonefndu. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi í Brelandi eftir að skjölin leiddu í ljós að faðir hans heitinn, Ian, hafi stofnað félag á Bahama-eyjum, Blairmore Holdings Inc, á níunda áratug síðustu aldar, sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur á Bretlandseyjum.

Cameron hefur, þar til nú, farið undan í flæmingi vegna málsins og svarað fjölmiðlum óljóst. Hann sagði í fyrstu að sjóðurinn væri einkamál, en sagði síðan að hann ætti enga aflandsreikninga og aldrei hagnast á slíku fyrirkomulagi.

Snowden, sem hefur fylgst grannt með gangi mála á Íslandi og víðar í kjölfar lekans, birti umrædda færslu á Twitter í kvöld, en hana má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×