Bjarni á Alþingi í dag: „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 11:49 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn. Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn.
Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59