Bjarni segir ríkisstjórnina beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 15:24 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink „Stjórnarandstaðan stendur sameinuð á bak við þessa tillögu og miðað við þau orð sem margir háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið falla undanfarna daga er ljóst að margir þeirra styðja í hjarta sínu að strax verði boðað til kosninga. Þeir sjá, eins og við sjáum öll, gamalt vín, ekki einu sinni á nýjum belgjum, heldur eru belgirnir þeir sömu og áður.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hún sagði viðbrögð stjórnarflokkanna við Wintris-málinu svokallaða ekki síður alvarleg en málið sjálft þar sem fyrstu viðbrögð hafi ekki falið í sér tilraun til að reyna að svara þeirri spurningu hvort það væri siðferðislega rétt og eðlilegt að eiga aflandsfélag. Þá hefðu viðbrögðin verið á þá leið að málið væri í mesta lagi óþægilegt. „Ég hef ekki heyrt marga fordæma það að ráðamenn eigi eignir í skattaskjólum. Hins vegar hef ég heyrt hæstvirtan forsætisráðherra tala um að það sé í raun og veru ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Katrín.Stórlega löskuð ríkisstjórn Hún sagði ekki mikla reisn yfir þessum viðbrögðum þó að einstaka þingmenn gangi nú fram og telja að þetta dugi ekki til. „En ég fagna þeim sem eru reiðubúnir að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti því ég trúi því ekki að öllum háttvirtum þingmönnum í þessum sal finnist þetta bara allt í lagi.“ Að mati Katrínar er ríkisstjórnin stórlega löskuð, hún gerir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og er því ekki treystandi til að ljúka þeim verkefnum sem framundan eru. Hún lauk því ræðu sinni á þessum orðum: „Þingrof og kosningar strax!“„Við höfum hlustað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarflokkanna hafa brugðist við Wintris-málinu og hlustað á kröfur þjóðarinnar. „Við höfum hlustað. Það gerist ekki fyrir tilviljun að forsætisráðherra ákveður að stíga til hliðar. Það gerist ekki fyrir tilviljun að stjórnarflokkar hér með vel ríflegan meirihluta ákveða að stytta kjörtímabilið. Það er verið að hlusta eftir því að virkja lýðræðið en á sama tíma erum við þeirrar skoðunar að það sé fyrir þjóðarhag að þetta þing skolist ekki bara niður í ræsið, málunum öllum hent í ruslafötuna [...],“ sagði Bjarni. Hann sagði ekkert óeðlilegt við það að menn væru ósáttir eða ósammála um þá lausn stjórnarflokkana að mynda nýja ríkisstjórn og boða ekki til kosninga strax. „Í þeirri stöðu sem hefur skapast þá er er engin lausn hafin yfir gagnrýni. Það er ekkert einfalt að framkvæma lýðræðið. Menn hafa talað um það á hverju ári síðan 2008 að við þurfum að gera það sem endurheimtir traustið. En þurfa ekki flestir flokkar að horfast í augu við það að það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel?“Ekki ágreiningur um að það þurfi að virkja lýðræðið Bjarni sagði að svar stjórnarflokkanna við þeirri stöðu sem nú væri uppi væri að veita skýringar, svör og upplýsingar. „Og við viljum beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann. Mig langar til að koma því að hér í lok ræðu minnar að það er ekki ágreiningur um það að það þurfi að virkja lýðræðið, það er einungis ágreiningur um það hvort það gerist í maí eða september eða október.“ Þá sagði Bjarni annan ágreining hefðbundinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Hann er bara hefðbundin um störf Alþingis og hefur ekkert með þetta lekamál frá Panama að gera.“ Alþingi Tengdar fréttir „Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
„Stjórnarandstaðan stendur sameinuð á bak við þessa tillögu og miðað við þau orð sem margir háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið falla undanfarna daga er ljóst að margir þeirra styðja í hjarta sínu að strax verði boðað til kosninga. Þeir sjá, eins og við sjáum öll, gamalt vín, ekki einu sinni á nýjum belgjum, heldur eru belgirnir þeir sömu og áður.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hún sagði viðbrögð stjórnarflokkanna við Wintris-málinu svokallaða ekki síður alvarleg en málið sjálft þar sem fyrstu viðbrögð hafi ekki falið í sér tilraun til að reyna að svara þeirri spurningu hvort það væri siðferðislega rétt og eðlilegt að eiga aflandsfélag. Þá hefðu viðbrögðin verið á þá leið að málið væri í mesta lagi óþægilegt. „Ég hef ekki heyrt marga fordæma það að ráðamenn eigi eignir í skattaskjólum. Hins vegar hef ég heyrt hæstvirtan forsætisráðherra tala um að það sé í raun og veru ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Katrín.Stórlega löskuð ríkisstjórn Hún sagði ekki mikla reisn yfir þessum viðbrögðum þó að einstaka þingmenn gangi nú fram og telja að þetta dugi ekki til. „En ég fagna þeim sem eru reiðubúnir að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti því ég trúi því ekki að öllum háttvirtum þingmönnum í þessum sal finnist þetta bara allt í lagi.“ Að mati Katrínar er ríkisstjórnin stórlega löskuð, hún gerir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og er því ekki treystandi til að ljúka þeim verkefnum sem framundan eru. Hún lauk því ræðu sinni á þessum orðum: „Þingrof og kosningar strax!“„Við höfum hlustað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarflokkanna hafa brugðist við Wintris-málinu og hlustað á kröfur þjóðarinnar. „Við höfum hlustað. Það gerist ekki fyrir tilviljun að forsætisráðherra ákveður að stíga til hliðar. Það gerist ekki fyrir tilviljun að stjórnarflokkar hér með vel ríflegan meirihluta ákveða að stytta kjörtímabilið. Það er verið að hlusta eftir því að virkja lýðræðið en á sama tíma erum við þeirrar skoðunar að það sé fyrir þjóðarhag að þetta þing skolist ekki bara niður í ræsið, málunum öllum hent í ruslafötuna [...],“ sagði Bjarni. Hann sagði ekkert óeðlilegt við það að menn væru ósáttir eða ósammála um þá lausn stjórnarflokkana að mynda nýja ríkisstjórn og boða ekki til kosninga strax. „Í þeirri stöðu sem hefur skapast þá er er engin lausn hafin yfir gagnrýni. Það er ekkert einfalt að framkvæma lýðræðið. Menn hafa talað um það á hverju ári síðan 2008 að við þurfum að gera það sem endurheimtir traustið. En þurfa ekki flestir flokkar að horfast í augu við það að það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel?“Ekki ágreiningur um að það þurfi að virkja lýðræðið Bjarni sagði að svar stjórnarflokkanna við þeirri stöðu sem nú væri uppi væri að veita skýringar, svör og upplýsingar. „Og við viljum beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann. Mig langar til að koma því að hér í lok ræðu minnar að það er ekki ágreiningur um það að það þurfi að virkja lýðræðið, það er einungis ágreiningur um það hvort það gerist í maí eða september eða október.“ Þá sagði Bjarni annan ágreining hefðbundinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Hann er bara hefðbundin um störf Alþingis og hefur ekkert með þetta lekamál frá Panama að gera.“
Alþingi Tengdar fréttir „Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?