Fjölnismenn hafa gengið frá samningi við Króatann Mario Tadejevic og mun hann spila með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.
Hann er fimmti erlendi leikmaðurinn sem kemur til Fjölnis í vetur en hinir eru Daniel Ivanovski, sem lék í Grafarvoginum á fyrri hluta tímabilsins í fyrra, Igor Jugovic, Martin Lund Pedersen og Tobias Salquist.
Tadejevic er 27 ára sóknarsinnaður bakvörður og á að baki 100 leiki í efstu deild í Króatíu, Bosníu og Ungverjalandi. Hann hefur einnig spilað með yngri landsliðum Króatíu.
Fjölnismenn náðu sínum besta árangri frá upphafi í efstu deild í fyrra er liðið hafnaði í sjötta sæti. En eftir tímabilið missti liðið marga lykilmenn, svo sem Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart.
Fimmti erlendi leikmaðurinn kominn í Fjölni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn


„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“
Handbolti