Chelsea tók heilmikið frá mér og öllu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 06:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er í risastóru hlutverki hjá toppliði Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta. Hér er hún í leik gegn Snæfelli í vetur. Fréttablaðið/Stefán Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira
Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira