Gott að hafa Beck í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 16:15 Þórólfur Beck. Myndasafn Fréttablaðsins KR-ingar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar á síðustu fjórum tímabilunum sem Þórólfur Beck kláraði með liðinu á sjöunda áratugnum. Sögufróðir KR-ingar fagna því að félagið hafi endurheimt Beck í liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sigurður Helgason þekkir mjög vel til í KR enda hefur hann unnið fyrir félagið í tugi ára og þessi mikli KR-ingur sá strax mjög jákvæða hluti við komu Dananna Morten Beck Andersen og Morten Beck til félagsins. „Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þórólfur Beck sem lék þá með KR eftir að hafa öðlazt á ný áhugamanna réttindi sín eftir glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu," skrifaði Sigurður Helgason á fésbókina um leið og hann deildi frétt Vísis frá því í gær. Þórólfur Beck var lykilmaður í sigri KR á Íslandsmótinu 1968 en KR vann ekki titilinn síðan í 31 ár eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þórólfur meiddist illa á ökkla sumarið eftir og lagði svo skóna á hilluna í kjölfarið. Þórólfur Beck varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR en hann vann titilinn einnig 1959 og 1961. Hann varð einnig þrisvar markahæsti leikmaður deildarinnar, 1959 (11 mörk), 1960 (15 mörk) og 1961 (16 mörk) áður en hann fór út í atvinnumennskuna og bætti markamet deildarinnar í tvö seinni skiptin. Markmet Þórólfs frá sumrinu 1961, 16 mörk, stóð í tólf ár eða þangað til að Hermann Gunnarsson bætti það sumarið 1973. Sumarið 1959 var spiluðu tvöföld umferð í fyrsta sinn og þá vann KR-liðið með Þórólfur Beck í fararbroddi alla tíu leiki tímabilsins. Það KR-liðið er eina liðið í efstu deild sem hefur náð fullu húsi á Íslandsmótinu síðan að liðin fóru að spila heima og að heiman. Kannski verður of af mikið Beck-áhrifum í KR-liðinu en það mun koma í ljós. Nýju mennirnir ættu að styrkja bæði vörnina og sóknina fyrir Pepsi-deildina í sumar. Morten Beck er 21 árs og 180 sentímetra hægri bakvörður en Morten Beck Andersen er 28 ára og 190 sentímetra sóknarmaður. Hvernig menn koma til að greina nöfnin í sundur á enn eftir að koma í ljós.Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þóró...Posted by Siggi Helgason on 22. mars 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55 Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
KR-ingar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar á síðustu fjórum tímabilunum sem Þórólfur Beck kláraði með liðinu á sjöunda áratugnum. Sögufróðir KR-ingar fagna því að félagið hafi endurheimt Beck í liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sigurður Helgason þekkir mjög vel til í KR enda hefur hann unnið fyrir félagið í tugi ára og þessi mikli KR-ingur sá strax mjög jákvæða hluti við komu Dananna Morten Beck Andersen og Morten Beck til félagsins. „Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þórólfur Beck sem lék þá með KR eftir að hafa öðlazt á ný áhugamanna réttindi sín eftir glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu," skrifaði Sigurður Helgason á fésbókina um leið og hann deildi frétt Vísis frá því í gær. Þórólfur Beck var lykilmaður í sigri KR á Íslandsmótinu 1968 en KR vann ekki titilinn síðan í 31 ár eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þórólfur meiddist illa á ökkla sumarið eftir og lagði svo skóna á hilluna í kjölfarið. Þórólfur Beck varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR en hann vann titilinn einnig 1959 og 1961. Hann varð einnig þrisvar markahæsti leikmaður deildarinnar, 1959 (11 mörk), 1960 (15 mörk) og 1961 (16 mörk) áður en hann fór út í atvinnumennskuna og bætti markamet deildarinnar í tvö seinni skiptin. Markmet Þórólfs frá sumrinu 1961, 16 mörk, stóð í tólf ár eða þangað til að Hermann Gunnarsson bætti það sumarið 1973. Sumarið 1959 var spiluðu tvöföld umferð í fyrsta sinn og þá vann KR-liðið með Þórólfur Beck í fararbroddi alla tíu leiki tímabilsins. Það KR-liðið er eina liðið í efstu deild sem hefur náð fullu húsi á Íslandsmótinu síðan að liðin fóru að spila heima og að heiman. Kannski verður of af mikið Beck-áhrifum í KR-liðinu en það mun koma í ljós. Nýju mennirnir ættu að styrkja bæði vörnina og sóknina fyrir Pepsi-deildina í sumar. Morten Beck er 21 árs og 180 sentímetra hægri bakvörður en Morten Beck Andersen er 28 ára og 190 sentímetra sóknarmaður. Hvernig menn koma til að greina nöfnin í sundur á enn eftir að koma í ljós.Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þóró...Posted by Siggi Helgason on 22. mars 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55 Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55
Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46