Erlent

Stilltu Iphone-símann þinn til að titra eftir því hver hringir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þú getur jafnvel skapað þinn eigin titring.
Þú getur jafnvel skapað þinn eigin titring. vísir/getty
iPhone-símar Apple eru til margra hluta nytsamlegir og þá ekki síst til þess að taka á móti símtölum frá vinum og vandamönnum. Hægt er að stilla hringingu símans eftir því hver það er sem hringir en færri vita það ef til vill að einnig er hægt að stilla titringinn eftir því hver hringir.

Aðgerðin er ósköp einföld. Hægt er að opna einstaka tengiliði í 'Contact' flipanum. Því næst er ýtt á Edit og þaðan er farið í Vibrations. Þar má stilla takt titringsins eftir ýmsum forskriftum sem í boði eru en einnig er hægt að skapa sinn eigin takt með því að velja Create New Vibration.

Þetta gæti komið sér vel þurfi síminn oft að vera stilltur á hljóðlausa stillingu og þú vilt vita hver er að hringja án þess að skoða símann. Nánari leiðbeiningar má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×