Norðmenn, næstu mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, unnu 2-0 sigur á Finnum í vináttulandsleik í Osló í kvöld. Bosnía vann EM-lið Svisslendinga á sama tíma.
Bæði Noregur og Bosnía komust ekki í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í sumar. Norðmenn sátu eftir í umspili á móti Ungverjum en Írar komu í veg fyrir að Bosníumenn kæmust á EM.
Leikurinn fór fram á Ullevaal Stadion í Osló og komu bæði mörkin í seinni hálfleik.
Jo Inge Berget skoraði fyrra markið á 57. mínútu en Stefan Johansen það síðara á 83. mínútu. Þeir komu báðir inná sem varamenn í leiknum.
Norðmenn mæta Íslandi í vináttulandsleik í Osló 1. júní næstkomandi en það er næstsíðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir EM.
Bosníumenn komust ekki á EM en þeir sýndu styrk sinn með því að vinna 2-0 sigur á EM-liði Sviss í Bern.
Edin Dzeko, leikmaður Roma, skoraði fyrra markið strax á 14. mínútu og Miralem Pjanić, liðsfélagi hans hjá Roma bætti öðru marki við á 57. mínútu leiksins. Pjanić skoraði markið sitt beint úr aukaspyrnu.
Aleksandar Kolarov tryggði Serbum 1-0 sigur á Eistland í Tallin með marki á 81. mínútu.
Norðmenn unnu Finna og EM-lið Sviss tapaði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið
Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“
Enski boltinn
„Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“?
Enski boltinn