Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 13:11 John Kasich vann sigur í forkosningum Repúblikana í Ohio í gær. Vísir/AFP Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20