Forkosningar Repúblikana: Hver er þessi John Kasich? Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2016 15:04 Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó ekki tekist að ná almennrar hylli kjósenda. Vísir/AFP John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese. Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese.
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00