Vildi gjarnan halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína. vísir/ernir Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57