Vildi gjarnan halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína. vísir/ernir Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það er enn óvíst hvort Lars Lagerbäck muni þekkjast boð Knattspyrnusambands Íslands um að halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlaliðsins næstu tvö árin. Núverandi samningur Lagerbäcks rennur út í sumar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur rætt við Lagerbäck um framhaldið og vilji hans er skýr. Geir vill halda Lagerbäck í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þar sem hann hefur deilt aðalþjálfarastöðunni með Heimi Hallgrímssyni. „Það er ekkert ákveðið,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Ég vil aðeins bíða og sjá til hvernig mér líður. Ég vona að það verði ekki löng bið því KSÍ hefur sýnt mér mikla þolinmæði. En ég þarf tíma til að átta mig á minni stöðu. Þessu starfi fylgja mikil ferðalög og ég er ekki að yngjast.“Minni óvissa vegna Heimis Hann segir mikilvægt að framtíð landsliðsins skýrist sem fyrst en að það hjálpi til að vitað sé að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari, hvort sem Lars fylgi honum inn í næstu undankeppni eða ekki. „Ég vildi gjarnan halda áfram því ég hef notið þessara fjögurra ára. Þetta hefur verið frábær tími. En ég þarf að skoða mína stöðu og íhuga hvaða niðurstaða er best fyrir mig, landsliðið og íslenskan fótbolta.“ Geir sagðist sáttur við þau svör sem hann hafði fengið frá Lagerbäck og að KSÍ sé reiðubúið að bíða. „Ég hef rætt við alla þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða Ísland áfram inn í næstu undankeppni situr hér við þetta borð,“ sagði Geir og benti á þá Lagerbäck, Heimi og Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara. „Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er. Ef við náum að halda okkar draumateymi þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ.“ Lagerbäck kom Íslandi í umspilið fyrir HM í Brasilíu þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu en undir stjórn hans og Heimis komst Ísland beint inn á EM í Frakklandi þar sem liðið lagði meðal annars Holland tvívegis að velli.Útilokar ekki annað starf Lagerbäck verður 68 ára skömmu eftir að EM lýkur í sumar. En hann útilokar ekki að taka að sér annað starf, þó svo að hann myndi hætta með Ísland í sumar. „Ég vona að mér beri gæfu til að setjast í helgan stein en samt sem áður vil ég ekki útiloka neina möguleika, ef eitthvað spennandi kæmi upp. Það gæti vel verið eitthvað hlutastarf tengt knattspyrnu og væri heimskulegt af mér að loka á alla aðra möguleika strax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. 19. mars 2016 06:00
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57