Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 09:45 Maria Sharapova fær ekki meiri pening frá Nike í bili. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug. Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug.
Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Sjá meira
Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15
Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21
Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44