Úrvalsdeildarliðin Fylkis og Víkingur Ólafsvík skildu jöfn 2-2 í Lengjubikar karla, en spilað var í Egilshöllinni. Liðin eru bæði í riðli númer tvö ásamt Breiðablik, Selfoss, Fjarðabyggð og KA.
Hrvoje Tokic kom Víkingi yfir á 32. mínútu, en Jose Vergara, Sito, jafnaði fyrir Fylki skömmu fyrir hlé og staðan jöfn í hálfleik. Alfreð Már Hjaltalín kom svo Víkingi yfir, en Ragnar Bragi Sveinsson bjargaði stigi fyrir Fylki á 86. mínútu.
Bæði liðin eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en Fylkir vann 3-1 sigur á Breiðablik í fyrsta leiknum og Víkingur Ólafsvík vann 2-1 sigur á Selfoss.
Í riðli númer þrjú í Lengjubikarnum gerðu Grindavík og HK jafntefli. Magnús Björgvinsson og Teitur Pétursson sáu um markaskorunina, en Teitur jafnaði fyrir HK tólf mínútum fyrir leikslok.
Bæði lið voru þarna að næla sér í sín fyrstu stig eftir að hafa tapað í fyrstu umferðinin; HK gegn Víkingi Reykjavík og Grindavík fékk skell gegn ÍA, 5-0.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá vefsíðunni Fótbolti.net.
Ragnar Bragi bjargaði stigi fyrir Fylki
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
