Fótbolti

Algarve-hópurinn tilbúinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið.

Freyr valdi 23 leikmenn í hóp sinn að þessu sinni. Enginn nýliði er í hópnum en þrír leikmenn í hópnum hafa aðeins spilað einn landsleik. Það eru Sonný Lára, Hrafnhildur Hauksdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir.

Margrét Lára Viðarsdóttir er leikjahæst með 102 landsleiki en Hólmfríður Magnúsdóttir er búin að spila 100 landsleiki.

Hópurinn:

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden

Sandra Sigurðardóttir, Valur

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir, Örebro

Arna Sig Ásgrímsdóttir, Valur

Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna

Guðrún Arnardóttir, Breiðablik

Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik

Elísa Viðarsdóttir, Valur

Hrafnhildur Hauksdóttir, Selfoss

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Breiðablik

Miðjumenn:

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik

Katrín Ómarsdóttir, Doncaster

Sandra María Jessen, Leverkusen

Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk

Elín Metta Jensen, Valur

Sóknarmenn:

Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylkir

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×