Eins og ef Lars Lagerbäck ætlaði að velja Aron Jóhannsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 10:45 Lars Lagerbäck, Didier Deschamps og Aron Jóhansson. Vísir/Getty Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur ekkert verið mikið að koma sér undan því að tala um þá leikmenn sem koma til greina í EM-hópinn fyrir Evrópumótið í sumar en hann var kannski aðeins of fljótur á sér í sjónvarpsviðtali á dögunum. Deschamps var í viðtali í sjónvarpsþættinum Canal Foobtall Club (Sjá fyrir neðan) og talaði þá um þá leikmenn sem hann væri að fylgjast með fyrir komandi verkefni í sumar. Talið barst að varnarleiknum sem hefur verið allt annað en sannfærandi að undanförnu. Sjónvarpsmaðurinn á Canal Plus spurði Deschamps um það hvort að Aymeric Laporte, varnarmaður Atletico Bilbao, ætti möguleika á því að komast í EM-hópinn. Svar Deschamps kom upp um þekkingarleysi franska landsliðsþjálfarans. „Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu. Mathieu í Barcelona, Koulibaly í Napoli," sagði Didier Deschamps. Vandamálið er það að Kalidou Koulibaly hefur ákveðið að velja frekar að spila fyrir landslið Senegal en að spila fyrir franska landsliðinu. Báðir foreldrar hans eru frá Senegal. Kalidou Koulibaly hefur spilað 11 leiki fyrir tuttugu ára landsliðið Frakka en valdi Senegal í september síðastliðnum. Hann hefur þegar spilað fjóra A-landsleiki með Senegal og hefur fyrirgert rétti sínum að spila með franska landsliðinu. Þegar sjónvarpsmaðurinn gerði Deschamps grein fyrir því að Koulibaly væri landsliðsmaður Senegal varð franski landsliðsþjálfarinn frekar vandræðalegur. „Er það satt? Við sjáum til," sagði Deschamps. Þetta var frekar neyðarlegt fyrir þjálfarann enda sjáum við ekki íslenska landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck tala um möguleikann á því að taka Aron Jóhannsson með til Frakklands. Aron Jóhannsson spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi síðan að spila með bandaríska landsliðinu og spilaði fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í fótbolta þegar hann kom inná á HM í Brasilíu 2014.LE MEILLEUR DU CFC - Avec Didier Deschamps EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur ekkert verið mikið að koma sér undan því að tala um þá leikmenn sem koma til greina í EM-hópinn fyrir Evrópumótið í sumar en hann var kannski aðeins of fljótur á sér í sjónvarpsviðtali á dögunum. Deschamps var í viðtali í sjónvarpsþættinum Canal Foobtall Club (Sjá fyrir neðan) og talaði þá um þá leikmenn sem hann væri að fylgjast með fyrir komandi verkefni í sumar. Talið barst að varnarleiknum sem hefur verið allt annað en sannfærandi að undanförnu. Sjónvarpsmaðurinn á Canal Plus spurði Deschamps um það hvort að Aymeric Laporte, varnarmaður Atletico Bilbao, ætti möguleika á því að komast í EM-hópinn. Svar Deschamps kom upp um þekkingarleysi franska landsliðsþjálfarans. „Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu. Mathieu í Barcelona, Koulibaly í Napoli," sagði Didier Deschamps. Vandamálið er það að Kalidou Koulibaly hefur ákveðið að velja frekar að spila fyrir landslið Senegal en að spila fyrir franska landsliðinu. Báðir foreldrar hans eru frá Senegal. Kalidou Koulibaly hefur spilað 11 leiki fyrir tuttugu ára landsliðið Frakka en valdi Senegal í september síðastliðnum. Hann hefur þegar spilað fjóra A-landsleiki með Senegal og hefur fyrirgert rétti sínum að spila með franska landsliðinu. Þegar sjónvarpsmaðurinn gerði Deschamps grein fyrir því að Koulibaly væri landsliðsmaður Senegal varð franski landsliðsþjálfarinn frekar vandræðalegur. „Er það satt? Við sjáum til," sagði Deschamps. Þetta var frekar neyðarlegt fyrir þjálfarann enda sjáum við ekki íslenska landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck tala um möguleikann á því að taka Aron Jóhannsson með til Frakklands. Aron Jóhannsson spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi síðan að spila með bandaríska landsliðinu og spilaði fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í fótbolta þegar hann kom inná á HM í Brasilíu 2014.LE MEILLEUR DU CFC - Avec Didier Deschamps
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira