EM-búningurinn verður kynntur fyrir lok mánaðarins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2016 12:56 Nýr búningur karlalandsliðsins í knattspyrnu verður kynntur fyrir lok þessa mánaðar. Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, greindi frá þessu í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. „Það er ekki búið negla dagsetningu en það verður í þessum mánuði. Það er stutt í það,“ sagði Ómar í samtali við þá Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson. Líkt og undanfarin 14 ár verður Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea en Ómar vildi lítið gefa upp hvort væntanlegur búningur væri á einhvern hátt einstakur, sérstaklega í ljósi þess að Ísland er á leið á sitt fyrsta stórmót. Leikmenn íslenska liðsins munu bera föðurnöfn sín aftan á treyjunum í Frakklandi, líkt og í undankeppninni. Og sem fyrr verður varabúningurinn hvítur. Ómar segir að KSÍ setji sig ekki á móti því að Tólfan, stuðningsmannafélag landsliðsins, sé með sína eigin búninga. Hann viðurkennir þó að KSÍ myndi helst vilja sjá Tólfuna í landsliðstreyjunni. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar og bætti við: „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“Hlusta má á viðtalið við Ómar í spilaranum hér að ofan.Tólfan er með sinn eigin búning.vísir/vilhelm EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira
Nýr búningur karlalandsliðsins í knattspyrnu verður kynntur fyrir lok þessa mánaðar. Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, greindi frá þessu í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. „Það er ekki búið negla dagsetningu en það verður í þessum mánuði. Það er stutt í það,“ sagði Ómar í samtali við þá Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson. Líkt og undanfarin 14 ár verður Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea en Ómar vildi lítið gefa upp hvort væntanlegur búningur væri á einhvern hátt einstakur, sérstaklega í ljósi þess að Ísland er á leið á sitt fyrsta stórmót. Leikmenn íslenska liðsins munu bera föðurnöfn sín aftan á treyjunum í Frakklandi, líkt og í undankeppninni. Og sem fyrr verður varabúningurinn hvítur. Ómar segir að KSÍ setji sig ekki á móti því að Tólfan, stuðningsmannafélag landsliðsins, sé með sína eigin búninga. Hann viðurkennir þó að KSÍ myndi helst vilja sjá Tólfuna í landsliðstreyjunni. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar og bætti við: „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“Hlusta má á viðtalið við Ómar í spilaranum hér að ofan.Tólfan er með sinn eigin búning.vísir/vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira