Að kúra með Alheiminum Steingerður Kristjánsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 16:45 Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun