Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Una Sighvatsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 20:00 Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa. Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.
Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira