Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Una Sighvatsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 20:00 Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa. Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.
Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira