Hugleiddi formannsframboð en fannst rétt að yfirgefa pólitíkina Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 20:03 Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira