Körfubolti

Langur og leiðinlegur dagur hjá leikmönnum Snæfells

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgunarsveitin er hér mætt til þess að bjarga Snæfells-liðinu.
Björgunarsveitin er hér mætt til þess að bjarga Snæfells-liðinu. mynd/twittersíða gunnlaugs smárasonar
Gærdagurinn var líklega einn af verstu dögum ársins hjá leikmönnum körfuknattleiksliðs Snæfells.

Þeir byrjuðu daginn á því að fara í ferðalag til Sauðárkróks þar sem liðið átti leik gegn Tindastóli.

Ekki fór leikurinn vel því Hólmarar fengu skell. Þeir töpuðu leiknum með 29 stiga mun, 114-85.

Það var því ekki upplífgandi tilhugsun að eiga eftir langa rútuferð heim og það í skítaveðri. Vonbrigðum kvöldsins lauk þó ekki þar.

Liðsrúta Snæfells lenti nefnilega utan vegar í Álftafirði og komst hvorki lönd né strönd. Liðið varð því að bíða eftir aðstoð frá björgunarsveitinni og barst aðstoðin 45 mínútum síðar.

Allir komust þó heilir heim úr þessari svaðilför sem endaði klukkan 2.20 í nótt er rútan komst loksins í bæinn.

"Runnum aðeins út í kant og erum fastir." Björgunarsveitin Berserkir Stykkishólmi aðstóðaði okkar menn í nótt þegar rútan okkar festist í Álftafirði. Við erum afar þakklátir fyrir aðstóðina!

Posted by Körfuknattleiksdeild Snæfells on Friday, February 19, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×