Körfubolti

Justin Shouse fór alblóðugur af velli í Þorlákshöfn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse með alblóðuga höndina.
Justin Shouse með alblóðuga höndina.
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar og stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta, meiddist illa á hendi í leik Þórs og Stjörnunnar í Þorlákshöfn í kvöld.

Atvikið gerðist í lok fyrsta leikhluta þegar Justin lenti á auglýsingaskilti við hlið vallarins. Hann fékk stóran skurð á hendi og spilar varla meira í kvöld.

Það fossblæddi strax úr hægri hendinni á Justin og samkvæmt heimildum Vísis þá er hann á leið á sjúkrahús til að láta huga að skurðinum.

Justin meiddist á hægri hendi en með henni hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla. Justin bætti met Jóns Arnars Ingvarssonar á föstudagskvöldið.

Þetta er mikið áfall fyrir Stjörnuliðið sem er líka að spila án Marvins Valdimarssonar.

Leikur Þórs og Stjörnunnar er enn í fullum gangi og það má fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi.

Það er hægt að sjá atvikið í myndbandinu hér fyrir neðan.

Justin fær slæman skurð í Þorlákshöfn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×