Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Stjarnan 87-94 | Frábær sigur Stjörnunnar í Þorlákshöfn Anton Ingi Leifsson í Þorlákshöfn. skrifar 7. febrúar 2016 22:15 Al'lonzo Coleman var magnaður í kvöld. Vísir/Anton Stjarnan heldur þriðja sætinu í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór Þorlákshöfn á útivelli í kvöld. Lokatölur urðu 94-87, en Stjörnumenn leiddu í hálfleik með átta stigum, 49-41. Al’lonzo Coleman var frábær. Leikurinn var gífurlega spennandi nær allan leikinn, en Stjörnumenn leiddu í hálfleik með átta stiga mun, 49-41. Í síðari hálfleik hélst sama spennan allan tímann, en að endingu vann Stjarnan með sjö stiga mun, 94-87. Leikurinn var stál í stál í fyrsta leikhluta. Bæði lið voru að spila frábæran varnarleik og baráttan var í hávegum höfð og var ljóst að liðin voru heldur betur tilbúinn eftir þessa löngu upphitun fyrir leikinn. Gestirnir náðu fimm stiga forskoti þegar þeir breyttu stöðunni úr 11-11 í 11-16. Heimamenn eru ekki svo auðveld bráð og þeir voru mjög snöggir að greiða úr þeirri flækju. Staðaan var jöfn 17-17 þegar fyrsti leikhluti var allur. Áfram hélt baráttan í þeim öðrum og það var ljóst að það var gífurlega mikið undir í þessum leik; varnirnar sterkar, en skyndilega fór sóknarleikur Þórs að hiksta. Þeir voru komnir í 31-24, en þá hertu Stjörnumenn varnarleikinn og öðrum en Hall og Grétari Inga tókst erfiðlega að finna körfuna. Hægt og rólega sigu Stjörnumenn aðeins fram úr án Justin Shouse sem meiddist undir lok fyrsta leikhluta og lék ekkert meira í hálfleiknum. Munurinn var svo átta stig þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Al’onzo Coleman endaði fyrri hálfleikinn á flautukörfu frá miðju, takk fyrir. Hálfleikstölur 49-41, Stjörnunni í vil. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega og voru komnir tólf stigum yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar, 58-46. Þá var hins vegar komið að heimamönnum. Halldór Garðar skoraði þrist um miðbik leikhlutans, minnkaði muninn í 58-51 og það virtist kveikja í heimamönnum. Þeir skoruðu næstu níu stig og minnkuðu muninn í þrjú stig, 58-55. Þá tók Hrafn Kristjánsson leikhlé og hans menn virtust ætla að sigla aftur fram úr með hertum varnarleik. Þeir voru að spila rosalega vel og komust aftur tíu stigum yfir, 69-59. Þá fór hins vegar Þórsvélin aftur í gang; þeir skoruðu næstu átta tsig og munurinn var tvö stig þegar einungs einn leikhluti var eftir, 69-67. Fjórði leikhlutinn var eins og hinir þrír; geggjuð skemmtun og spenna. Al’onzo Coleman var gjörsamlega mergjaður í liði Stjörnunnar. Hann negldi niður þristum þegar honum lysti til, spilaði félaga sína uppi þegar þess þurfti og náði að hirða hvert frákastið á eftir öðru. Tómas Þórður kom Stjörnunni átta stigum yfir 80-72 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir heimamenn. Þeir náðu mest að minnka muninn í þrjú stig, 86-83, en nær komust þeir ekki og Stjarnan sigldi að lokum frábærum sigri í hús. Lokatölur 94-87. Frábær sigur Stjörnunnar sérstaklega í ljósi þess að Justin Shouse lék einungis fyrsta leikhlutann , en þurfti síðan frá að hverfa. Meira má lesa um það mál hér. Al’lonzo Coleman var magnaður í leiknum, en hann skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Næstur kom fyrrum Þórsarinn, Tómas Heiðar Tómasson, með átján stig, en hann var frábær í fyrri hálfleik. Aðrir skoruðu minna. Vance Michael Hall skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir heimamenn sem voru ekki nægilega beinskeyttir í varnarleik sínum í kvöld. Fáir lentu í villuvandræðum þrátt fyrir hörkuleik, en Grétar Ingi Erlendsson kom næstur á eftir Hall með fimmtán stig. Stjarnan er nú í þriðja sætinu með fjögurra sitga forskot á Þór í fjórða sætinu. Það er þó risa vika framundan fyrir Þór sem er á leið í bikarúrslitaleik á laugardaginn, en þar mætast Þór og KR í vonandi hörkuleik.Bein lýsing: Þór Þorl. - StjarnanHrafn Kristjánsson.Vísir/VilhelmHrafn: Þessi sigur ofarlega yfir þá sigra sem ég er hvað stoltastur af „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir þessum eins og sést á manni og í stóra samhenginu þá held ég að þessi sé ofarlega yfir sigra sem ég er hvað stoltastur af og maður er búinn að vera lengi í þessu,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Þetta var ótrúlega vel gert hjá strákunum að klára þetta. Það fór aðallega um mig þegar Shouse meiddist því sárið var svo ljótt. Þetta er í annað skipti sem ég sé leikmann hjá mér skera sig á einhverju svona auglýsingaskilti og því sem því fylgir. Við hljótum að geta gert þetta öðruvísi.” „Ég var handviss um að við gætum unnið þennan leik fyrirfram og það breyttist ekkert. Ég er ótrúlega ánægður með hvernig menn fleygðu frá sér illskiljanlegan leik í Grindavík á föstudaginn. Þeir náðu að rétta sig af og spiluðu ótrúlega góðan körfubolta hér í kvöld.” Stjarnan tapaði óvænt fyrir Grindavík á föstudag, en Hrafn segir að það hafi verið allt annað að sjá til liðsins í kvöld þar sem leikgleðin skein úr mönnum. „Það var allt önnur leikgleði og þegar fólki líður vel þá tekur það betri ákvarðanir. Mér fannst við fá ótrúlega mörg góð skot. Við einfölduðum leikinn aðeins með því að gera Coleman að leikstjórnanda númer tvö. Þegar þeir vildu pressa okkur hátt þá tók hann boltann og það er ekkert spes að fá hann á sig á ferðinni.” „Þetta er frábær karakter og ótrúlega góður leikmaður. Þetta er einn af þessum leikmönnum sem er svo hæfileikaríkur að manni finnst alltaf að hann geti meira, en ég held að maður verði að hætta því. Þetta er ótrúlega hæfileikaríkur körfuboltamaður.” Sigurinn var mikilvægur upp á deildina að gera, en nú er Stjarnan með fjögurra stiga forskot á Þór sem er í fjórða sætinu. „Við hefðum getað gengið héðan út jafnvel í fimmta sæti þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram hefðum við glatað þessum. Planið var að vinna Grindavík til að vera búnir að klára það, en það gekk ekki og við höfðum engan tíma til að undirbúa okkur taktískt fyrir þennan.” „Við tókum þetta á hjartanu og tilfæringum inni á vellinum. Ég er ótrúlega ánægður með þetta,” sagði stoltur Hrafn í leikslok.Einar Árni Jóhannsson.Vísir/StefánEinar Árni: Treystum á stuðning þjóðarinnar mínus KR „Það er svekkelsi með fyrri hálfleikinn. Þar er grunnurinn að þeirra sigri lagður,” sagi Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, í leikslok súr á svipinn. „Þetta var mjög sveiflukennt hjá okkur. Ég var hrikalega ánægður með varnarleikinn hjá okkur síðustu tvo deildarleiki og síðustu fjóra leiki ef út í það er farið, en hann var bara slakur í dag. Einbeitingaskortur, mikið verið að skilja menn eftir og kannski fór það með okkur að Justin skildi meiðast.” „Það er fúlt fyrir hann og sendi ég honum bestu kveðjur, en kannski hefur það læðst í huga manna að við ættum að gera eitthvað í framhaldinu. Það er ekkert þannig í þessari deild,” en heldur Einar að það hafi verið raunin? „Það læðist að manni núna, en kredit á Stjörnuna. Þeir þjöppuðu sig saman og Coleman og Tómas Heiðar voru frábærir í fyrri hálfleik. Við náðum að gera betur á þá í síðari hálfleik, en Coleman var “outstanding”. Tómas Þórður var einnig flottur og það kom hellings sjálfstraust í þá.” „Við náðum ekki nægilega löngum sprettum. Við náðum þessu niður í tvö, niður í eitt, komumst einu yfir, en náðum ekki að fylgja því eftir. Það er fúlt að hugsa til þess að breiddin hafi ekki skilað okkur meiru í dag þar sem þeir lenda í því að spila á fáum mönnum.” „Við vorum ekki nægilega líkamleg sterkir í þessum leik. Það er enginn í villuvandræðum hjá okkur með marga menn og varnarleikurinn, eins og ég talaði um, bara slakur.” Þessi vika er risa stór fyrir Þórsara. Þeir mæta KR í bikarúrslitum á laugardag, en það verður fyrsti bikarúrslitaleikurinn í sögu félagsins. „Við töluðum um það að menn verða svekktir í kvöld og á morgun er nýr dagur. Þá hefst undirbúningur fyrir stærsta leik ársins. Þetta er leikur sem allir vilja taka þátt í og ég og Ragnar Örn Bragason eru einu mennirnir í liðinu sem hafa prófað þetta áður, þannig að það er mikil reynsla að taka þátt í þessu.” „Við erum að fara spila á móti langbesta liði landsins, að mínu mati. Þeir eru gífurlega þéttir og hafa verið vaxandi eftir að Pavel og Helgi komu aftur. Við þurfum að detta á einhvern stjörnuleik og ná að ýta þeim úr sínu til að vinna.” „Miði er möguleiki og við treystum á stuðning okkar fólks og þjóðarinnar ef út í það er farið mínus KR,” sagði Einar og aðspurður í lokin hvort Þór verður bikarmeistari tímabilið 2015/2016 svaraði hann: „Við trúum því,” sagði Einar léttur að lokum.Al’lonzo Coleman.Vísir/VilhelmColeman: Vonandi vinnum við í kvöld svo ég geti fagnað „Þetta var frábær liðssigur. Við þurftum þennan sigur eftir tapið á föstudag,” sagði Al’lonzo Coleman, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld, en hann var magnaður og skoraði 41 stig. „Þetta var ömurlegur leikur á föstudag. Við spiluðum ekki okkar leik; vörnin og sóknin var mjög léleg og við skutum mjög illa en þetta var annað í kvöld.” Eins og áður segir var Coleman magnaður í leiknum og lagði grunninn að sigrinum, en hann var þó með báðar lappirnar á jörðinni í leikslok og hrósaði félögum sínum: „Þetta var liðssigur. Mér líkar aldrei vel við það að taka hrósið á einhvern einn leikmann og skotin fóru niður í dag. Við spiluðum vel bæði varnar- og sóknarlega.” „Ég er frá Charlotte og er því mikill Carolina Panthers maður. Við vonandi vinnum í kvöld svo ég geti fagnað,” sagði Coleman glaður í leikslok.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Stjarnan heldur þriðja sætinu í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór Þorlákshöfn á útivelli í kvöld. Lokatölur urðu 94-87, en Stjörnumenn leiddu í hálfleik með átta stigum, 49-41. Al’lonzo Coleman var frábær. Leikurinn var gífurlega spennandi nær allan leikinn, en Stjörnumenn leiddu í hálfleik með átta stiga mun, 49-41. Í síðari hálfleik hélst sama spennan allan tímann, en að endingu vann Stjarnan með sjö stiga mun, 94-87. Leikurinn var stál í stál í fyrsta leikhluta. Bæði lið voru að spila frábæran varnarleik og baráttan var í hávegum höfð og var ljóst að liðin voru heldur betur tilbúinn eftir þessa löngu upphitun fyrir leikinn. Gestirnir náðu fimm stiga forskoti þegar þeir breyttu stöðunni úr 11-11 í 11-16. Heimamenn eru ekki svo auðveld bráð og þeir voru mjög snöggir að greiða úr þeirri flækju. Staðaan var jöfn 17-17 þegar fyrsti leikhluti var allur. Áfram hélt baráttan í þeim öðrum og það var ljóst að það var gífurlega mikið undir í þessum leik; varnirnar sterkar, en skyndilega fór sóknarleikur Þórs að hiksta. Þeir voru komnir í 31-24, en þá hertu Stjörnumenn varnarleikinn og öðrum en Hall og Grétari Inga tókst erfiðlega að finna körfuna. Hægt og rólega sigu Stjörnumenn aðeins fram úr án Justin Shouse sem meiddist undir lok fyrsta leikhluta og lék ekkert meira í hálfleiknum. Munurinn var svo átta stig þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Al’onzo Coleman endaði fyrri hálfleikinn á flautukörfu frá miðju, takk fyrir. Hálfleikstölur 49-41, Stjörnunni í vil. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega og voru komnir tólf stigum yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar, 58-46. Þá var hins vegar komið að heimamönnum. Halldór Garðar skoraði þrist um miðbik leikhlutans, minnkaði muninn í 58-51 og það virtist kveikja í heimamönnum. Þeir skoruðu næstu níu stig og minnkuðu muninn í þrjú stig, 58-55. Þá tók Hrafn Kristjánsson leikhlé og hans menn virtust ætla að sigla aftur fram úr með hertum varnarleik. Þeir voru að spila rosalega vel og komust aftur tíu stigum yfir, 69-59. Þá fór hins vegar Þórsvélin aftur í gang; þeir skoruðu næstu átta tsig og munurinn var tvö stig þegar einungs einn leikhluti var eftir, 69-67. Fjórði leikhlutinn var eins og hinir þrír; geggjuð skemmtun og spenna. Al’onzo Coleman var gjörsamlega mergjaður í liði Stjörnunnar. Hann negldi niður þristum þegar honum lysti til, spilaði félaga sína uppi þegar þess þurfti og náði að hirða hvert frákastið á eftir öðru. Tómas Þórður kom Stjörnunni átta stigum yfir 80-72 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir heimamenn. Þeir náðu mest að minnka muninn í þrjú stig, 86-83, en nær komust þeir ekki og Stjarnan sigldi að lokum frábærum sigri í hús. Lokatölur 94-87. Frábær sigur Stjörnunnar sérstaklega í ljósi þess að Justin Shouse lék einungis fyrsta leikhlutann , en þurfti síðan frá að hverfa. Meira má lesa um það mál hér. Al’lonzo Coleman var magnaður í leiknum, en hann skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Næstur kom fyrrum Þórsarinn, Tómas Heiðar Tómasson, með átján stig, en hann var frábær í fyrri hálfleik. Aðrir skoruðu minna. Vance Michael Hall skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir heimamenn sem voru ekki nægilega beinskeyttir í varnarleik sínum í kvöld. Fáir lentu í villuvandræðum þrátt fyrir hörkuleik, en Grétar Ingi Erlendsson kom næstur á eftir Hall með fimmtán stig. Stjarnan er nú í þriðja sætinu með fjögurra sitga forskot á Þór í fjórða sætinu. Það er þó risa vika framundan fyrir Þór sem er á leið í bikarúrslitaleik á laugardaginn, en þar mætast Þór og KR í vonandi hörkuleik.Bein lýsing: Þór Þorl. - StjarnanHrafn Kristjánsson.Vísir/VilhelmHrafn: Þessi sigur ofarlega yfir þá sigra sem ég er hvað stoltastur af „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir þessum eins og sést á manni og í stóra samhenginu þá held ég að þessi sé ofarlega yfir sigra sem ég er hvað stoltastur af og maður er búinn að vera lengi í þessu,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Þetta var ótrúlega vel gert hjá strákunum að klára þetta. Það fór aðallega um mig þegar Shouse meiddist því sárið var svo ljótt. Þetta er í annað skipti sem ég sé leikmann hjá mér skera sig á einhverju svona auglýsingaskilti og því sem því fylgir. Við hljótum að geta gert þetta öðruvísi.” „Ég var handviss um að við gætum unnið þennan leik fyrirfram og það breyttist ekkert. Ég er ótrúlega ánægður með hvernig menn fleygðu frá sér illskiljanlegan leik í Grindavík á föstudaginn. Þeir náðu að rétta sig af og spiluðu ótrúlega góðan körfubolta hér í kvöld.” Stjarnan tapaði óvænt fyrir Grindavík á föstudag, en Hrafn segir að það hafi verið allt annað að sjá til liðsins í kvöld þar sem leikgleðin skein úr mönnum. „Það var allt önnur leikgleði og þegar fólki líður vel þá tekur það betri ákvarðanir. Mér fannst við fá ótrúlega mörg góð skot. Við einfölduðum leikinn aðeins með því að gera Coleman að leikstjórnanda númer tvö. Þegar þeir vildu pressa okkur hátt þá tók hann boltann og það er ekkert spes að fá hann á sig á ferðinni.” „Þetta er frábær karakter og ótrúlega góður leikmaður. Þetta er einn af þessum leikmönnum sem er svo hæfileikaríkur að manni finnst alltaf að hann geti meira, en ég held að maður verði að hætta því. Þetta er ótrúlega hæfileikaríkur körfuboltamaður.” Sigurinn var mikilvægur upp á deildina að gera, en nú er Stjarnan með fjögurra stiga forskot á Þór sem er í fjórða sætinu. „Við hefðum getað gengið héðan út jafnvel í fimmta sæti þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram hefðum við glatað þessum. Planið var að vinna Grindavík til að vera búnir að klára það, en það gekk ekki og við höfðum engan tíma til að undirbúa okkur taktískt fyrir þennan.” „Við tókum þetta á hjartanu og tilfæringum inni á vellinum. Ég er ótrúlega ánægður með þetta,” sagði stoltur Hrafn í leikslok.Einar Árni Jóhannsson.Vísir/StefánEinar Árni: Treystum á stuðning þjóðarinnar mínus KR „Það er svekkelsi með fyrri hálfleikinn. Þar er grunnurinn að þeirra sigri lagður,” sagi Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, í leikslok súr á svipinn. „Þetta var mjög sveiflukennt hjá okkur. Ég var hrikalega ánægður með varnarleikinn hjá okkur síðustu tvo deildarleiki og síðustu fjóra leiki ef út í það er farið, en hann var bara slakur í dag. Einbeitingaskortur, mikið verið að skilja menn eftir og kannski fór það með okkur að Justin skildi meiðast.” „Það er fúlt fyrir hann og sendi ég honum bestu kveðjur, en kannski hefur það læðst í huga manna að við ættum að gera eitthvað í framhaldinu. Það er ekkert þannig í þessari deild,” en heldur Einar að það hafi verið raunin? „Það læðist að manni núna, en kredit á Stjörnuna. Þeir þjöppuðu sig saman og Coleman og Tómas Heiðar voru frábærir í fyrri hálfleik. Við náðum að gera betur á þá í síðari hálfleik, en Coleman var “outstanding”. Tómas Þórður var einnig flottur og það kom hellings sjálfstraust í þá.” „Við náðum ekki nægilega löngum sprettum. Við náðum þessu niður í tvö, niður í eitt, komumst einu yfir, en náðum ekki að fylgja því eftir. Það er fúlt að hugsa til þess að breiddin hafi ekki skilað okkur meiru í dag þar sem þeir lenda í því að spila á fáum mönnum.” „Við vorum ekki nægilega líkamleg sterkir í þessum leik. Það er enginn í villuvandræðum hjá okkur með marga menn og varnarleikurinn, eins og ég talaði um, bara slakur.” Þessi vika er risa stór fyrir Þórsara. Þeir mæta KR í bikarúrslitum á laugardag, en það verður fyrsti bikarúrslitaleikurinn í sögu félagsins. „Við töluðum um það að menn verða svekktir í kvöld og á morgun er nýr dagur. Þá hefst undirbúningur fyrir stærsta leik ársins. Þetta er leikur sem allir vilja taka þátt í og ég og Ragnar Örn Bragason eru einu mennirnir í liðinu sem hafa prófað þetta áður, þannig að það er mikil reynsla að taka þátt í þessu.” „Við erum að fara spila á móti langbesta liði landsins, að mínu mati. Þeir eru gífurlega þéttir og hafa verið vaxandi eftir að Pavel og Helgi komu aftur. Við þurfum að detta á einhvern stjörnuleik og ná að ýta þeim úr sínu til að vinna.” „Miði er möguleiki og við treystum á stuðning okkar fólks og þjóðarinnar ef út í það er farið mínus KR,” sagði Einar og aðspurður í lokin hvort Þór verður bikarmeistari tímabilið 2015/2016 svaraði hann: „Við trúum því,” sagði Einar léttur að lokum.Al’lonzo Coleman.Vísir/VilhelmColeman: Vonandi vinnum við í kvöld svo ég geti fagnað „Þetta var frábær liðssigur. Við þurftum þennan sigur eftir tapið á föstudag,” sagði Al’lonzo Coleman, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld, en hann var magnaður og skoraði 41 stig. „Þetta var ömurlegur leikur á föstudag. Við spiluðum ekki okkar leik; vörnin og sóknin var mjög léleg og við skutum mjög illa en þetta var annað í kvöld.” Eins og áður segir var Coleman magnaður í leiknum og lagði grunninn að sigrinum, en hann var þó með báðar lappirnar á jörðinni í leikslok og hrósaði félögum sínum: „Þetta var liðssigur. Mér líkar aldrei vel við það að taka hrósið á einhvern einn leikmann og skotin fóru niður í dag. Við spiluðum vel bæði varnar- og sóknarlega.” „Ég er frá Charlotte og er því mikill Carolina Panthers maður. Við vonandi vinnum í kvöld svo ég geti fagnað,” sagði Coleman glaður í leikslok.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti