Landsréttur taki til starfa sem fyrst Reimar Pétursson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun