Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2016 11:54 Á Hótel Adam er varað við kranavatninu en svo hepplega vill til að kaupa má vatn á sérmerktum plastflöskum frá hótelinu, á fjögur hundruð krónur. Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira