Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Jakob Bjarnar og Erla Björk Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 12:08 Ýmsar athugasemdir hafa komið upp á yfirborðið hvað varðar reksturinn á Adam Hótel. visir/Anton Brink Skömmu áður en forvígismenn Hótel AdaM við Skólavörðustíg tóku Facebooksíðu sína niður mátti finna þar athyglisvert bjórtilboð, þar sem 50CL tékkneskur bjór var auglýstur á aðeins 1.200 krónur tvær dósir: „!! WE HAVE SPECIAL OFFER OF CZECH BEERS in our new coffee shop Coffee 4 You !! HAPPY HOUR 17:00 – 20:00 1 CZECH BEERS 50CL. for 1200 ISK only“ Og með fylgir broskall.Svarar ekki fyrirspurnumVið þessa athugasemd, sem er frá í október hefur einn maður skrifað: „Cool“, en sá heitir Ragnar Guðmundsson, sem er einmitt maðurinn sem Vísir hefur verið að ná í vegna frétta af tilkynningar til hótelgesta þar sem varað er við kranavatninu og gestum bent á að til sé vatn á plastflöskum, merktar hótelinu, á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það mikla athygli. En, fyrir liggur að Tékkar framleiða einhvern besta bjór sem um getur. Ef rýnt er í myndina er um að ræða bjórtegundir sem ekki eru vel þekktar hér á landi: Zubr, Holba og [?] itovel, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR eru þetta ekki bjórtegundir sem áfengisverslun ríkisins flytur inn. Svo virðist sem þetta sé þá bjór sem hótelið hefur keypt af sjálfstæðum byrgjum eða flutt inn sjálft.Bjórtegundirnar eru ekki mjög kunnuglegar, sem í boði eru á Hótel AdaM, á sérstöku tilboði. Sex hundruð krónur fyrir baukinn, aðeins.Um allt þetta er erfitt að segja því Ragnar hefur ekki svarað fyrirspurnum, en samkvæmt upplýsingum úr móttöku hótelsins í gær er hann staddur erlendis og ekki með síma. Var bent á að hafa mætti samband við hann í gegnum tölvupóst.Neytendastofa komin með málið á sitt borð Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri neytendaréttarsviðs hjá neytendastofu, segir málið vera komið á sitt borð. „Við erum búin að fá ábendingu um þetta mál og höfum sent fyrirspurn til hótelsins þar sem við óskum eftir upplýsingum um hvernig standi á þessum merkingum.Neytendastofa hefur áhuga á að vita hvað sé í gangi með vatnið á Hótel AdaM, en frétt Vísis í gær um að gestir væru varaðir við kranavatninu á Skólavörðustíg, vakti mikla athygli.?Þegar grunur er um að það séu villandi eða rangar upplýsingar, þá óskum við eftir svörum frá þeim sem gefa upplýsingarnar. Allar upplýsingar eiga að vera réttar sem er verið að gefa neytendum. Sérstaklega þegar verið er að hafa áhrif á þá til að kaupa vöru eða þjónustu.“ Þórunn segist ekki hafa fundið fyrir fjölgun mála sem snúa að ferðamönnum - þar sem reynt er að svindla á þeim eða plata þá. „Við höfum ekki fengið mikið af ábendingum. Það er þá helst ábendingar um að verð sé að hækka óeðlilega mikið – en það í sjálfu sér fellur ekki undir okkar valdsvíð svo við höfum lítið getað gert í því.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Skömmu áður en forvígismenn Hótel AdaM við Skólavörðustíg tóku Facebooksíðu sína niður mátti finna þar athyglisvert bjórtilboð, þar sem 50CL tékkneskur bjór var auglýstur á aðeins 1.200 krónur tvær dósir: „!! WE HAVE SPECIAL OFFER OF CZECH BEERS in our new coffee shop Coffee 4 You !! HAPPY HOUR 17:00 – 20:00 1 CZECH BEERS 50CL. for 1200 ISK only“ Og með fylgir broskall.Svarar ekki fyrirspurnumVið þessa athugasemd, sem er frá í október hefur einn maður skrifað: „Cool“, en sá heitir Ragnar Guðmundsson, sem er einmitt maðurinn sem Vísir hefur verið að ná í vegna frétta af tilkynningar til hótelgesta þar sem varað er við kranavatninu og gestum bent á að til sé vatn á plastflöskum, merktar hótelinu, á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það mikla athygli. En, fyrir liggur að Tékkar framleiða einhvern besta bjór sem um getur. Ef rýnt er í myndina er um að ræða bjórtegundir sem ekki eru vel þekktar hér á landi: Zubr, Holba og [?] itovel, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR eru þetta ekki bjórtegundir sem áfengisverslun ríkisins flytur inn. Svo virðist sem þetta sé þá bjór sem hótelið hefur keypt af sjálfstæðum byrgjum eða flutt inn sjálft.Bjórtegundirnar eru ekki mjög kunnuglegar, sem í boði eru á Hótel AdaM, á sérstöku tilboði. Sex hundruð krónur fyrir baukinn, aðeins.Um allt þetta er erfitt að segja því Ragnar hefur ekki svarað fyrirspurnum, en samkvæmt upplýsingum úr móttöku hótelsins í gær er hann staddur erlendis og ekki með síma. Var bent á að hafa mætti samband við hann í gegnum tölvupóst.Neytendastofa komin með málið á sitt borð Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri neytendaréttarsviðs hjá neytendastofu, segir málið vera komið á sitt borð. „Við erum búin að fá ábendingu um þetta mál og höfum sent fyrirspurn til hótelsins þar sem við óskum eftir upplýsingum um hvernig standi á þessum merkingum.Neytendastofa hefur áhuga á að vita hvað sé í gangi með vatnið á Hótel AdaM, en frétt Vísis í gær um að gestir væru varaðir við kranavatninu á Skólavörðustíg, vakti mikla athygli.?Þegar grunur er um að það séu villandi eða rangar upplýsingar, þá óskum við eftir svörum frá þeim sem gefa upplýsingarnar. Allar upplýsingar eiga að vera réttar sem er verið að gefa neytendum. Sérstaklega þegar verið er að hafa áhrif á þá til að kaupa vöru eða þjónustu.“ Þórunn segist ekki hafa fundið fyrir fjölgun mála sem snúa að ferðamönnum - þar sem reynt er að svindla á þeim eða plata þá. „Við höfum ekki fengið mikið af ábendingum. Það er þá helst ábendingar um að verð sé að hækka óeðlilega mikið – en það í sjálfu sér fellur ekki undir okkar valdsvíð svo við höfum lítið getað gert í því.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54