Óðum styttist í fyrstu forkosningar í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2016 06:00 Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira