Auðvelt hjá þeim bestu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 10:45 Þessi skemmtilega samsetta mynd sýnir Federer í leiknum í morgun. Vísir/Getty Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti. Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti.
Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00
Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15
Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15