Erlent

Páfinn berst við tröll

Samúel Karl Ólason skrifar
Tim Cook og Francis páfi í dag.
Tim Cook og Francis páfi í dag. Vísir/EPA
Francis páfi hitti í dag Tim Cook, forstjóra Apple, og notaði hann tækifærið til að senda nettröllum tóninn. Hann kvartaði yfir harðorði umræðu og því að samfélagsmiðlar væru notaðir til persónuníðs. Páfinn sagði að netið gæti dregið fólk saman en einnig væri hægt að nota það til að valda djúpum sárum.

Hann hvatti stjórnmálamenn og aðra valdhafa sérstaklega til að huga að því hvernig þeir tala við aðra sem hugsa og haga sér öðruvísi og hafa jafnvel gert mistök.

Francis hvatti einnig alla netverja til að haga sér vel og sýna „nágrannanum sem við sjáum ekki“ virðingu.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar voru engar upplýsingar gefnar um fund páfans við Tim Cook. Hann var staddur í Ítalíu til að opna nýa rannsóknarstofu Apple í Napólí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×