Viðbót, ekki bylting stjórnarmaðurinn skrifar 13. janúar 2016 08:00 Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45