Manning mætir Brady á sunnudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 11:34 Peyton Manning er kominn áfram með lið sitt. Vísir/Getty Denver Broncos er komið áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar og mætir þar New England Patriots á sunnudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir 23-16 sigur Denver á Pittsburgh Steelers í gærkvöldi. Það er því ljóst að tveir af bestu leikstjórnandum sögunnar munu mætast í enn eitt skiptið á sunnudagskvöldið þegar Peyton Manning mætir Tom Brady. Þetta er í sautjánda skipti sem þessir kappar mætast en rimma þeirra er ein sú allra frægasta í sögu bandarískra íþrótta. Pittsburgh var með undirtökin lengi vel í leiknum í nótt og var yfir, 13-12, þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fitzgerald Toussaint, hlaupari Pittsburgh, tapaði þá boltanum og Denver skoraði skömmu síðar eina snertimark sitt í leiknum er hlauparinn CJ Anderson skoraði af stuttu færi. Hvorki Manning né Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh, köstuðu fyrir snertimarki í leiknum í nótt sem segir sitt um gang leiksins. Sparkarinn Brandon McManus skoraði hins vegar fimm vallarmörk í leiknum og það síðasta tryggði endanlega sigur Denver í leiknum. Arizona Cardinals og Carolina Panthers eigast við í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sunnudagur 24. janúar: 20.05: Denver Broncos - New England Patriots 23.40: Carolina Panthers - Arizona Cardinals NFL Tengdar fréttir NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Denver Broncos er komið áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar og mætir þar New England Patriots á sunnudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir 23-16 sigur Denver á Pittsburgh Steelers í gærkvöldi. Það er því ljóst að tveir af bestu leikstjórnandum sögunnar munu mætast í enn eitt skiptið á sunnudagskvöldið þegar Peyton Manning mætir Tom Brady. Þetta er í sautjánda skipti sem þessir kappar mætast en rimma þeirra er ein sú allra frægasta í sögu bandarískra íþrótta. Pittsburgh var með undirtökin lengi vel í leiknum í nótt og var yfir, 13-12, þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fitzgerald Toussaint, hlaupari Pittsburgh, tapaði þá boltanum og Denver skoraði skömmu síðar eina snertimark sitt í leiknum er hlauparinn CJ Anderson skoraði af stuttu færi. Hvorki Manning né Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh, köstuðu fyrir snertimarki í leiknum í nótt sem segir sitt um gang leiksins. Sparkarinn Brandon McManus skoraði hins vegar fimm vallarmörk í leiknum og það síðasta tryggði endanlega sigur Denver í leiknum. Arizona Cardinals og Carolina Panthers eigast við í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sunnudagur 24. janúar: 20.05: Denver Broncos - New England Patriots 23.40: Carolina Panthers - Arizona Cardinals
NFL Tengdar fréttir NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15
NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39