Manning mætir Brady á sunnudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 11:34 Peyton Manning er kominn áfram með lið sitt. Vísir/Getty Denver Broncos er komið áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar og mætir þar New England Patriots á sunnudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir 23-16 sigur Denver á Pittsburgh Steelers í gærkvöldi. Það er því ljóst að tveir af bestu leikstjórnandum sögunnar munu mætast í enn eitt skiptið á sunnudagskvöldið þegar Peyton Manning mætir Tom Brady. Þetta er í sautjánda skipti sem þessir kappar mætast en rimma þeirra er ein sú allra frægasta í sögu bandarískra íþrótta. Pittsburgh var með undirtökin lengi vel í leiknum í nótt og var yfir, 13-12, þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fitzgerald Toussaint, hlaupari Pittsburgh, tapaði þá boltanum og Denver skoraði skömmu síðar eina snertimark sitt í leiknum er hlauparinn CJ Anderson skoraði af stuttu færi. Hvorki Manning né Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh, köstuðu fyrir snertimarki í leiknum í nótt sem segir sitt um gang leiksins. Sparkarinn Brandon McManus skoraði hins vegar fimm vallarmörk í leiknum og það síðasta tryggði endanlega sigur Denver í leiknum. Arizona Cardinals og Carolina Panthers eigast við í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sunnudagur 24. janúar: 20.05: Denver Broncos - New England Patriots 23.40: Carolina Panthers - Arizona Cardinals NFL Tengdar fréttir NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Sjá meira
Denver Broncos er komið áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar og mætir þar New England Patriots á sunnudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir 23-16 sigur Denver á Pittsburgh Steelers í gærkvöldi. Það er því ljóst að tveir af bestu leikstjórnandum sögunnar munu mætast í enn eitt skiptið á sunnudagskvöldið þegar Peyton Manning mætir Tom Brady. Þetta er í sautjánda skipti sem þessir kappar mætast en rimma þeirra er ein sú allra frægasta í sögu bandarískra íþrótta. Pittsburgh var með undirtökin lengi vel í leiknum í nótt og var yfir, 13-12, þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fitzgerald Toussaint, hlaupari Pittsburgh, tapaði þá boltanum og Denver skoraði skömmu síðar eina snertimark sitt í leiknum er hlauparinn CJ Anderson skoraði af stuttu færi. Hvorki Manning né Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh, köstuðu fyrir snertimarki í leiknum í nótt sem segir sitt um gang leiksins. Sparkarinn Brandon McManus skoraði hins vegar fimm vallarmörk í leiknum og það síðasta tryggði endanlega sigur Denver í leiknum. Arizona Cardinals og Carolina Panthers eigast við í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sunnudagur 24. janúar: 20.05: Denver Broncos - New England Patriots 23.40: Carolina Panthers - Arizona Cardinals
NFL Tengdar fréttir NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Sjá meira
NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15
NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39