Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 09:15 Nadal gengur hér niðurlútur af velli. Vísir/Getty Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign. Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira
Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign.
Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira