Körfubolti

Craion: Ég get spilað betur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Craion með verðlaunin sín.
Michael Craion með verðlaunin sín. vísir/vilhelm
Besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar karla, KR-ingurinn Michael Craion, var hógvær eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum.

„Það er vissulega alltaf gaman að vera heiðraður fyrir sinn leik en þetta er liðsíþrótt,“ sagði Craion yfirvegaður.

„Ég tel mig geta spilað betur og mun reyna að gera betur seinni helminginn af mótinu. Ég vakna alltaf seinni hlutann og geri betur. Það er meira undir þá og þessi leikur snýst um hvernig menn enda en ekki hvernig þeir byrja. Ég verð í betra formi og einbeittari.“

Margir áttu von á því að KR-liðið færi ósigrað í gegnum mótið en KR tapaði fyrsta leiknum og endaði með því að tapa tveim af ellefu leikjum sínum fyrir jólafrí.

„Tapið í fyrsta leiknum kom okkur beint niður á jörðina og vakti menn. Við vorum ekki eins ósnertanlegir og við héldum. Við komum grimmari til baka og tapið var gott fyrir okkur. Við ætlum okkur stóra hluti í framhaldinu og stefnum á báða titla. Ég vil sérstaklega vinna bikarinn eftir vonbrigðin í fyrra.“


Tengdar fréttir

Helena: Þurfti að fatta hvernig ég ætti að spila

"Ég er ekki vön því að taka þátt í svona verðlaunum eftir hálft tímabil en það er alltaf gaman að fá verðlaun,“ sagði brosmild Helena Sverrisdóttir Haukakona en hún var valin besti leikmaður í fyrri hluta Dominos-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×