Skotsýning hjá Helenu Sverrisdóttur í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 20:47 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Stefán Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira