Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Þessa dagana vinnur Jóhanna María hörðum höndum að því að hreinsa úr fjósinu til að setja inn nýjar innréttingar. vísir/vilhelm Þegar blaðamaður og ljósmyndari birtast í dyragættinni hjá Jóhönnu Maríu á bænum Mið-Görðum í Borgarbyggð er hún að kveðja bóndann af næsta bæ sem kom yfir til að fá sér hádegismat, soðin bjúgu og tilheyrandi. Húsið er að mestu leyti autt, fyrir utan eitt rúm og kaffibollana sem hún setur á borðið fyrir nýkomnu gestina. Hún og fjölskyldan standa í flutningum á mönnum, heimili og skepnum. Fjölskyldan og búslóðin eru enn vestur á fjörðum og Jóhanna María er að gera nýja fjósið klárt fyrir nautgripina með aðstoð vina og vandamanna. „Heimilisflutningarnir eru ekki flóknir og ég get alveg sofið í marga daga á dýnu á gólfinu. Nautgripirnir og hrossin eru aðalmálið,“ segir Jóhanna María og svarar svo samviskusamlega spurningum blaðamanns um hvernig níutíu nautgripir séu fluttir úr Djúpinu á Vestfjörðum hingað á Vesturlandið. „Við mjólkum að morgni á gamla staðnum og flytjum þá svo í flutningabílum í nýja fjósið, svo seinni mjaltir náist. Þá þarf fjósið líka að vera alveg tilbúið.“Dæmigert fjölskyldubú Jóhanna María er alin upp á Látrum í Djúpinu. Foreldrar hennar hafa verið með búskap þar í fjörutíu ár og pabbi hennar er bókstaflega fæddur á túninu þar. Flutningarnir fela því í sér miklar breytingar fyrir fjölskylduna. „Ég er svoddan kamelljón þannig að ég á gott með breytingar. Maður þekkir samt hverja einustu spýtu og hvern einasta hól vestur á fjörðum. Svo kemur maður hingað og þetta er eins og að byrja í nýjum skóla. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. En ætli þetta sé ekki erfiðast fyrir pabba. Við sáum gott tækifæri í þessu, að kaupa þessa jörð. Hér eru tvö íbúðarhús hlið við hlið og munu foreldrar mínir, ég og yngri bróðir minn búa í öðru húsinu og eldri bróðir minn og fjölskylda hans við hliðina. Þetta verður hið týpíska fjölskyldubú þar sem allir hjálpast að. Það er gott að vera nær höfuðborginni upp á innkaup og viðgerðir – og svo á ég líka möguleika á að komast heim þegar ég er ekki fram á nætur á þinginu.“Á túninu á nýja bænum með Eldborg í baksýn.vísir/vilhelmFullorðinsgírinn Jóhanna María hefur verið tvö ár á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hún var 21 árs þegar hún náði kjöri og þar af leiðandi yngsti þingmaður til að hefja störf á Alþingi. Hún segir síðustu tvö ár hafa kennt sér ótrúlega mikið. „Maður lærir smátt og smátt hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að tala. Svo er þetta spurning um að halda dampinum, vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu og á sínu heimasvæði. Maður verður líka að muna að maður er þingmaður alls landsins. Vinir mínir grínast með að ég eigi til að detta í „fullorðinsgírinn“. Þegar vinkonurnar eru að plana sumarbústaðarferð þá er ég að fara á fund hjá Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Þá hlæja þær og segja að ég tali japönsku.“ Er ekki símadama Ástæðan fyrir því að Jóhanna er þingmaður Framsóknarflokksins er einföld. Hún hefur lengi haft áhuga á pólitík og þegar það kom tími til að velja flokk settist hún niður með bæklinga frá öllum flokkum og las sér til um stefnumálin. Það leiddi hana til Framsóknarflokksins og eitt leiddi af öðru. Hún lýsir sambandi sínu við flokkinn eins og hjónabandi, það séu góðir dagar og slæmir dagar en allir geti verið hreinskilnir og hún viti alltaf hvar hún standi. En er henni aldrei klappað á kollinn verandi talsvert yngri en aðrir þingmenn? „Ekki af öðrum þingmönnum. En eldri menn úr kjördæminu hringja oft í mig og biðja mig um að skila þessu og hinu til karlmannanna, til Gunnars Braga eða Ásmundar Einars. En tala ekki beint við mig. Þá svara ég því yfirleitt þannig að ég sé ekki símadama. Svo er ég á Eystrasaltsþinginu fyrir Ísland ásamt nær eingöngu gráhærðum karlmönnum. Enda er ég eiginlega alltaf spurð hvort ég sé ritari eða aðstoðarmaður. Oft þarf ég að sýna skilríki til að sanna að ég sé þingmaður,“ segir Jóhanna hlæjandi og segist ekki hugsa mikið um ungan aldur sinn. Hún er alin upp í kringum fullorðið fólk, fréttir og þjóðfélagsmál hafa verið rædd við hana við eldhúsborðið frá því hún man eftir sér og henni er það fullkomlega eðlilegt að vinna með mun eldra fólki. Jóhanna María fékk þrefalt sjokk þegar hún missti fóstur. Að hún hafði verið ólétt, að hún hafði misst fóstrið og að hún muni aldrei geta gengið fulla meðgöngu.vísir/vilhelmÞarf að grípa orðið oftar Jóhanna viðurkennir að hennar helsti galli í starfinu sé að láta ekki heyra nógu mikið í sér, enda hafi hún lært í sínu pólitíska uppeldi að maður biðji ekki um orðið hafi maður ekkert nýtt fram að færa. „Ég þurfti að venjast nýju fundarformi. Ég var vön hnitmiðuðum fundum hjá félagskerfi landbúnaðarins enda er fólk að skjóta inn fundum á milli mjaltatíma og þarf að vera komið heim fyrir ákveðinn tíma. Þannig að reglan er að maður biður ekki um orðið til að endurtaka eitthvað sem annar er búinn að segja. Fyrst þegar ég kom inn á Alþingi gat ég orðið biluð á því að fólk væri að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur. Það var svolítið erfitt fyrir mig að detta í þann gír. En ég er að læra þetta.“ Fékk þrefalt sjokk Jóhanna María hefur þó verið áberandi í umræðu um staðgöngumæðrun og ættleiðingar. Þar hefur hún látið til sín taka með löngum ræðum og fyrirspurnum um málefnið. Henni finnst mikilvægt að möguleikinn á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé kannaður til hlítar en ekki að málið sé kæft í fæðingu vegna öfgafullra hugmynda um það. Málið er henni hjartfólgið en hún er sjálf í þeim sporum að geta ekki gengið með barn með eðlilegum hætti. „Þegar ég var tvítug og tiltölulega nýbyrjuð í framboði missti ég fóstur án þess að hafa vitað að ég væri ólétt. Ég fékk í raun þrjár fréttir í einu. Að ég hafði verið ólétt, að ég hafði misst fóstrið og að ég myndi aldrei geta eignast barn án aðstoðar. Þannig að ég var í miklu sjokki og man varla eftir þessum tíma. Ég var í kosningabaráttu og reyndi að hafa nógu mikið að gera til að fá aldrei lausa stund til að setjast niður og hugsa um mitt ástand.“Með ónýtt leg Jóhanna María mun aldrei geta gengið fulla meðgöngu því legið í henni hafnar fóstrinu. „Ég er með heilbrigð egg, en ónýtt leg. Það hafnar fóstrinu þegar það er komið á visst þroskastig. Legið skynjar þá að fóstrið sé aðskotahlutur, losar festinguna og hreinsar sig út. Læknarnir sögðu mér að ég gæti farið í svakalegan pakka, reynt miklar hormónameðferðir og tæknifrjóvgun en að það væru samt sem áður mjög litlar líkur á að mér tækist að ganga með barn. Þeir sögðu að það yrði algjört kraftaverk. Það eru margir sem hafa komið til mín og sagt að þau séu mörg kraftaverkabörnin – en ég vil ekki lifa á því að mögulega verði ég manneskjan sem fái kraftaverk.“ Í framhaldi af þessum fréttum fór Jóhanna María að kynna sér frjósemisaðgerðir, ættleiðingar og staðgöngumæðrun. „Ég hafði séð fyrir mér að mennta mig og stofna svo fjölskyldu eins og flestir aðrir. Mér fannst það eðlileg næstu skref í lífinu. En svo fær maður að vita að það sé ekki möguleiki lengur. Þá fór ég að skoða þetta betur og komst að því að ég hef í raun ekki rétt á hjálp eins og lagakerfið er á Íslandi. Ef ég væri með ónýt egg gæti ég fengið gjafaegg, en af því að ég er með ónýtt leg þá hef ég enga möguleika.“Öfgar í umræðunni Þessi reynsla Jóhönnu Maríu fékk hana til að skoða staðgöngumæðrun. Nú gat hún vel skilið fólkið sem vill gjarnan hafa þennan möguleika opinn. Það var fólk í sömu stöðu og hún. „Þetta eru konur með ónýtt leg eða ekkert leg. Eins með samkynhneigða karlmenn sem hafa ekkert leg til umráða. Og mér fannst þetta bara svo ósanngjarnt. Að kerfið velji að hjálpa þessum og þessum og þessum. En ekki þessum! Og sá einstaklingur á bara að sætta sig við að fá í andlitið að það sé ekki sjálfgefið að eignast börn. En það er bara ekki sjálfgefið fyrir neinn.“ Jóhanna María vill leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Skýrsla hefur verið gerð um málið og stjórnarflokkarnir eru tilbúnir með frumvarp sem byggt er á þeirri vinnu. Þar er vilji til að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Frumvarpið á eftir að fara fyrir þingið og vonar Jóhanna María að fólk sé tilbúið að líta á málið frá öllum hliðum. „Fólk dettur gjarnan í gírinn og talar um þriðja heims ríki, framleiðslu á börnum og sölu á líkama kvenna. En við erum að skoða þetta á allt öðrum forsendum og hér á Íslandi þar sem við höfum fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og sálfræðinga til að aðstoða við ferlið. Það verður að setja þetta mál í samhengi við aðra þjónustu sem pörum sem glíma við ófrjósemi er boðið upp á. Konur sem fá gjafaegg fá önnur erfðaefni, ganga með barnið og eiga það eftir meðgöngu án nokkurra vandræða. En ef einhver gengur með þitt barn, þitt erfðaefni, fyrir þig, þá er þetta orðið að einhverju sem má ekki tala um og málið er kæft í fæðingu.“ Jóhanna María dreymir um að allt gangi vel á nýja staðnum og hún geti tekið við búinu einn daginn.vísir/vilhelmNauðsynleg lagasetning Jóhanna María segir mikilvægt að setja lagaramma utan um staðgöngumæðrun, hvort sem hún verður lögleidd hér á landi eða ekki. „Það eru börn að koma til Íslands sem hafa fæðst með þessum hætti erlendis. Það mun halda áfram. Ættingjar úti eru búnir að afsala sér rétti á barninu og hafa ekkert tilkall þannig að börnin koma hingað og við verðum að veita þeim ríkisborgararétt. En þau eiga í raun enga foreldra ennþá og það verður til mikill vandræðagangur í kringum það. Það er vont að láta fjölskyldur rúlla í dómskerfinu í nokkur ár og þarna þarf að grípa inn í og setja lög.“Snýst ekki um mína möguleika Mögulega hefði Jóhanna María ekkert farið að íhuga barneignir og fjölskyldulíf ef hún hefði ekki fengið fréttirnar fyrir fjórum árum um að hún eigi ekki sama möguleika og aðrir. Í raun höfðu fréttirnar þau áhrif á hana að henni fannst hún þurfa að nota stöðu sína á þingi til að vekja athygli á málinu. „Fyrir mér snýst þetta ekki um mig og mína möguleika. Fréttirnar sem ég fékk þegar ég var tvítug höfðu þau áhrif á mig að ég hellti mér út í rannsóknarvinnu og starfið hafði mikil áhrif á það. Mér finnst vera galli á lögunum og ég er nú í ágætri stöðu til að vekja athygli á því. Ég hef fengið að heyra að ég sé bara að berjast fyrir þessu af því að það snertir mig. En það er alls ekki þannig. Ég vil ekkert endilega nota staðgöngumæðrun í framtíðinni, kannski langar mig að ættleiða, kannski langar mig bara ekki að eignast börn. En ég get svo sannarlega sett mig í þessi spor,“ segir Jóhanna María og vonar að það muni skapast almennileg umræða um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“ Dreymir um gott bú En Jóhanna María er ekki á þeim stað í lífinu að hún hugi að barneignum. Hún lætur duga að fá frændsystkini sín lánuð, dekra þau og knúsa, og svo skila þeim aftur til foreldranna. Þessa dagana er hún ein á risastórri jörð að vinna frá morgni til kvölds við að standsetja bú fjölskyldunnar. Hús bróður hennar þarf að vera tilbúið áður en grunnskólinn hefst og hún vonast til að fjósið verði tilbúið í október þannig að foreldrar hennar geti flutt sig yfir. Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu en hún segir of snemmt að segja til um hvort hún fari aftur í framboð. Í haust mun hún þar að auki hefja nám í miðlun og almannatengslum við Bifröst. „Ég ætla að taka námið hægt og rólega með vinnunni. Ég er á þeim aldri að maður ætti að vera að klára háskóla – ef ég hefði haldið dampi. Ég hef mikinn áhuga á að tengja þetta nám inn í félagskerfi landbúnaðarins. Það gæti farið vel með því að búa hér og taka við búinu, ef þetta gengur upp eins og okkur dreymir um. Svo sagði einhver að lífið væri ekki búið eftir fertugt þannig að ég held nú að ég hafi nógan tíma, aðeins 24 ára gömul.“ Alþingi Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Rýmri reglur um staðgöngumæðrun Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. Fólk sem vill ættleiða þarf að hafa verið í sambúð í fimm ár, en þrjú ár ef um staðgöngumæðrun er að ræða. 19. febrúar 2015 09:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Frumvarp um staðgöngumæðrun til umræðu í ríkisstjórn Unnið hefur verið að frumvarpinu síðan 2012. 20. mars 2015 14:42 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Þegar blaðamaður og ljósmyndari birtast í dyragættinni hjá Jóhönnu Maríu á bænum Mið-Görðum í Borgarbyggð er hún að kveðja bóndann af næsta bæ sem kom yfir til að fá sér hádegismat, soðin bjúgu og tilheyrandi. Húsið er að mestu leyti autt, fyrir utan eitt rúm og kaffibollana sem hún setur á borðið fyrir nýkomnu gestina. Hún og fjölskyldan standa í flutningum á mönnum, heimili og skepnum. Fjölskyldan og búslóðin eru enn vestur á fjörðum og Jóhanna María er að gera nýja fjósið klárt fyrir nautgripina með aðstoð vina og vandamanna. „Heimilisflutningarnir eru ekki flóknir og ég get alveg sofið í marga daga á dýnu á gólfinu. Nautgripirnir og hrossin eru aðalmálið,“ segir Jóhanna María og svarar svo samviskusamlega spurningum blaðamanns um hvernig níutíu nautgripir séu fluttir úr Djúpinu á Vestfjörðum hingað á Vesturlandið. „Við mjólkum að morgni á gamla staðnum og flytjum þá svo í flutningabílum í nýja fjósið, svo seinni mjaltir náist. Þá þarf fjósið líka að vera alveg tilbúið.“Dæmigert fjölskyldubú Jóhanna María er alin upp á Látrum í Djúpinu. Foreldrar hennar hafa verið með búskap þar í fjörutíu ár og pabbi hennar er bókstaflega fæddur á túninu þar. Flutningarnir fela því í sér miklar breytingar fyrir fjölskylduna. „Ég er svoddan kamelljón þannig að ég á gott með breytingar. Maður þekkir samt hverja einustu spýtu og hvern einasta hól vestur á fjörðum. Svo kemur maður hingað og þetta er eins og að byrja í nýjum skóla. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. En ætli þetta sé ekki erfiðast fyrir pabba. Við sáum gott tækifæri í þessu, að kaupa þessa jörð. Hér eru tvö íbúðarhús hlið við hlið og munu foreldrar mínir, ég og yngri bróðir minn búa í öðru húsinu og eldri bróðir minn og fjölskylda hans við hliðina. Þetta verður hið týpíska fjölskyldubú þar sem allir hjálpast að. Það er gott að vera nær höfuðborginni upp á innkaup og viðgerðir – og svo á ég líka möguleika á að komast heim þegar ég er ekki fram á nætur á þinginu.“Á túninu á nýja bænum með Eldborg í baksýn.vísir/vilhelmFullorðinsgírinn Jóhanna María hefur verið tvö ár á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hún var 21 árs þegar hún náði kjöri og þar af leiðandi yngsti þingmaður til að hefja störf á Alþingi. Hún segir síðustu tvö ár hafa kennt sér ótrúlega mikið. „Maður lærir smátt og smátt hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að tala. Svo er þetta spurning um að halda dampinum, vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu og á sínu heimasvæði. Maður verður líka að muna að maður er þingmaður alls landsins. Vinir mínir grínast með að ég eigi til að detta í „fullorðinsgírinn“. Þegar vinkonurnar eru að plana sumarbústaðarferð þá er ég að fara á fund hjá Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Þá hlæja þær og segja að ég tali japönsku.“ Er ekki símadama Ástæðan fyrir því að Jóhanna er þingmaður Framsóknarflokksins er einföld. Hún hefur lengi haft áhuga á pólitík og þegar það kom tími til að velja flokk settist hún niður með bæklinga frá öllum flokkum og las sér til um stefnumálin. Það leiddi hana til Framsóknarflokksins og eitt leiddi af öðru. Hún lýsir sambandi sínu við flokkinn eins og hjónabandi, það séu góðir dagar og slæmir dagar en allir geti verið hreinskilnir og hún viti alltaf hvar hún standi. En er henni aldrei klappað á kollinn verandi talsvert yngri en aðrir þingmenn? „Ekki af öðrum þingmönnum. En eldri menn úr kjördæminu hringja oft í mig og biðja mig um að skila þessu og hinu til karlmannanna, til Gunnars Braga eða Ásmundar Einars. En tala ekki beint við mig. Þá svara ég því yfirleitt þannig að ég sé ekki símadama. Svo er ég á Eystrasaltsþinginu fyrir Ísland ásamt nær eingöngu gráhærðum karlmönnum. Enda er ég eiginlega alltaf spurð hvort ég sé ritari eða aðstoðarmaður. Oft þarf ég að sýna skilríki til að sanna að ég sé þingmaður,“ segir Jóhanna hlæjandi og segist ekki hugsa mikið um ungan aldur sinn. Hún er alin upp í kringum fullorðið fólk, fréttir og þjóðfélagsmál hafa verið rædd við hana við eldhúsborðið frá því hún man eftir sér og henni er það fullkomlega eðlilegt að vinna með mun eldra fólki. Jóhanna María fékk þrefalt sjokk þegar hún missti fóstur. Að hún hafði verið ólétt, að hún hafði misst fóstrið og að hún muni aldrei geta gengið fulla meðgöngu.vísir/vilhelmÞarf að grípa orðið oftar Jóhanna viðurkennir að hennar helsti galli í starfinu sé að láta ekki heyra nógu mikið í sér, enda hafi hún lært í sínu pólitíska uppeldi að maður biðji ekki um orðið hafi maður ekkert nýtt fram að færa. „Ég þurfti að venjast nýju fundarformi. Ég var vön hnitmiðuðum fundum hjá félagskerfi landbúnaðarins enda er fólk að skjóta inn fundum á milli mjaltatíma og þarf að vera komið heim fyrir ákveðinn tíma. Þannig að reglan er að maður biður ekki um orðið til að endurtaka eitthvað sem annar er búinn að segja. Fyrst þegar ég kom inn á Alþingi gat ég orðið biluð á því að fólk væri að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur. Það var svolítið erfitt fyrir mig að detta í þann gír. En ég er að læra þetta.“ Fékk þrefalt sjokk Jóhanna María hefur þó verið áberandi í umræðu um staðgöngumæðrun og ættleiðingar. Þar hefur hún látið til sín taka með löngum ræðum og fyrirspurnum um málefnið. Henni finnst mikilvægt að möguleikinn á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé kannaður til hlítar en ekki að málið sé kæft í fæðingu vegna öfgafullra hugmynda um það. Málið er henni hjartfólgið en hún er sjálf í þeim sporum að geta ekki gengið með barn með eðlilegum hætti. „Þegar ég var tvítug og tiltölulega nýbyrjuð í framboði missti ég fóstur án þess að hafa vitað að ég væri ólétt. Ég fékk í raun þrjár fréttir í einu. Að ég hafði verið ólétt, að ég hafði misst fóstrið og að ég myndi aldrei geta eignast barn án aðstoðar. Þannig að ég var í miklu sjokki og man varla eftir þessum tíma. Ég var í kosningabaráttu og reyndi að hafa nógu mikið að gera til að fá aldrei lausa stund til að setjast niður og hugsa um mitt ástand.“Með ónýtt leg Jóhanna María mun aldrei geta gengið fulla meðgöngu því legið í henni hafnar fóstrinu. „Ég er með heilbrigð egg, en ónýtt leg. Það hafnar fóstrinu þegar það er komið á visst þroskastig. Legið skynjar þá að fóstrið sé aðskotahlutur, losar festinguna og hreinsar sig út. Læknarnir sögðu mér að ég gæti farið í svakalegan pakka, reynt miklar hormónameðferðir og tæknifrjóvgun en að það væru samt sem áður mjög litlar líkur á að mér tækist að ganga með barn. Þeir sögðu að það yrði algjört kraftaverk. Það eru margir sem hafa komið til mín og sagt að þau séu mörg kraftaverkabörnin – en ég vil ekki lifa á því að mögulega verði ég manneskjan sem fái kraftaverk.“ Í framhaldi af þessum fréttum fór Jóhanna María að kynna sér frjósemisaðgerðir, ættleiðingar og staðgöngumæðrun. „Ég hafði séð fyrir mér að mennta mig og stofna svo fjölskyldu eins og flestir aðrir. Mér fannst það eðlileg næstu skref í lífinu. En svo fær maður að vita að það sé ekki möguleiki lengur. Þá fór ég að skoða þetta betur og komst að því að ég hef í raun ekki rétt á hjálp eins og lagakerfið er á Íslandi. Ef ég væri með ónýt egg gæti ég fengið gjafaegg, en af því að ég er með ónýtt leg þá hef ég enga möguleika.“Öfgar í umræðunni Þessi reynsla Jóhönnu Maríu fékk hana til að skoða staðgöngumæðrun. Nú gat hún vel skilið fólkið sem vill gjarnan hafa þennan möguleika opinn. Það var fólk í sömu stöðu og hún. „Þetta eru konur með ónýtt leg eða ekkert leg. Eins með samkynhneigða karlmenn sem hafa ekkert leg til umráða. Og mér fannst þetta bara svo ósanngjarnt. Að kerfið velji að hjálpa þessum og þessum og þessum. En ekki þessum! Og sá einstaklingur á bara að sætta sig við að fá í andlitið að það sé ekki sjálfgefið að eignast börn. En það er bara ekki sjálfgefið fyrir neinn.“ Jóhanna María vill leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Skýrsla hefur verið gerð um málið og stjórnarflokkarnir eru tilbúnir með frumvarp sem byggt er á þeirri vinnu. Þar er vilji til að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Frumvarpið á eftir að fara fyrir þingið og vonar Jóhanna María að fólk sé tilbúið að líta á málið frá öllum hliðum. „Fólk dettur gjarnan í gírinn og talar um þriðja heims ríki, framleiðslu á börnum og sölu á líkama kvenna. En við erum að skoða þetta á allt öðrum forsendum og hér á Íslandi þar sem við höfum fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og sálfræðinga til að aðstoða við ferlið. Það verður að setja þetta mál í samhengi við aðra þjónustu sem pörum sem glíma við ófrjósemi er boðið upp á. Konur sem fá gjafaegg fá önnur erfðaefni, ganga með barnið og eiga það eftir meðgöngu án nokkurra vandræða. En ef einhver gengur með þitt barn, þitt erfðaefni, fyrir þig, þá er þetta orðið að einhverju sem má ekki tala um og málið er kæft í fæðingu.“ Jóhanna María dreymir um að allt gangi vel á nýja staðnum og hún geti tekið við búinu einn daginn.vísir/vilhelmNauðsynleg lagasetning Jóhanna María segir mikilvægt að setja lagaramma utan um staðgöngumæðrun, hvort sem hún verður lögleidd hér á landi eða ekki. „Það eru börn að koma til Íslands sem hafa fæðst með þessum hætti erlendis. Það mun halda áfram. Ættingjar úti eru búnir að afsala sér rétti á barninu og hafa ekkert tilkall þannig að börnin koma hingað og við verðum að veita þeim ríkisborgararétt. En þau eiga í raun enga foreldra ennþá og það verður til mikill vandræðagangur í kringum það. Það er vont að láta fjölskyldur rúlla í dómskerfinu í nokkur ár og þarna þarf að grípa inn í og setja lög.“Snýst ekki um mína möguleika Mögulega hefði Jóhanna María ekkert farið að íhuga barneignir og fjölskyldulíf ef hún hefði ekki fengið fréttirnar fyrir fjórum árum um að hún eigi ekki sama möguleika og aðrir. Í raun höfðu fréttirnar þau áhrif á hana að henni fannst hún þurfa að nota stöðu sína á þingi til að vekja athygli á málinu. „Fyrir mér snýst þetta ekki um mig og mína möguleika. Fréttirnar sem ég fékk þegar ég var tvítug höfðu þau áhrif á mig að ég hellti mér út í rannsóknarvinnu og starfið hafði mikil áhrif á það. Mér finnst vera galli á lögunum og ég er nú í ágætri stöðu til að vekja athygli á því. Ég hef fengið að heyra að ég sé bara að berjast fyrir þessu af því að það snertir mig. En það er alls ekki þannig. Ég vil ekkert endilega nota staðgöngumæðrun í framtíðinni, kannski langar mig að ættleiða, kannski langar mig bara ekki að eignast börn. En ég get svo sannarlega sett mig í þessi spor,“ segir Jóhanna María og vonar að það muni skapast almennileg umræða um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“ Dreymir um gott bú En Jóhanna María er ekki á þeim stað í lífinu að hún hugi að barneignum. Hún lætur duga að fá frændsystkini sín lánuð, dekra þau og knúsa, og svo skila þeim aftur til foreldranna. Þessa dagana er hún ein á risastórri jörð að vinna frá morgni til kvölds við að standsetja bú fjölskyldunnar. Hús bróður hennar þarf að vera tilbúið áður en grunnskólinn hefst og hún vonast til að fjósið verði tilbúið í október þannig að foreldrar hennar geti flutt sig yfir. Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu en hún segir of snemmt að segja til um hvort hún fari aftur í framboð. Í haust mun hún þar að auki hefja nám í miðlun og almannatengslum við Bifröst. „Ég ætla að taka námið hægt og rólega með vinnunni. Ég er á þeim aldri að maður ætti að vera að klára háskóla – ef ég hefði haldið dampi. Ég hef mikinn áhuga á að tengja þetta nám inn í félagskerfi landbúnaðarins. Það gæti farið vel með því að búa hér og taka við búinu, ef þetta gengur upp eins og okkur dreymir um. Svo sagði einhver að lífið væri ekki búið eftir fertugt þannig að ég held nú að ég hafi nógan tíma, aðeins 24 ára gömul.“
Alþingi Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Rýmri reglur um staðgöngumæðrun Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. Fólk sem vill ættleiða þarf að hafa verið í sambúð í fimm ár, en þrjú ár ef um staðgöngumæðrun er að ræða. 19. febrúar 2015 09:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Frumvarp um staðgöngumæðrun til umræðu í ríkisstjórn Unnið hefur verið að frumvarpinu síðan 2012. 20. mars 2015 14:42 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47
Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17
Rýmri reglur um staðgöngumæðrun Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. Fólk sem vill ættleiða þarf að hafa verið í sambúð í fimm ár, en þrjú ár ef um staðgöngumæðrun er að ræða. 19. febrúar 2015 09:15
Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45
Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00
Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33
Frumvarp um staðgöngumæðrun til umræðu í ríkisstjórn Unnið hefur verið að frumvarpinu síðan 2012. 20. mars 2015 14:42