Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Þingmenn voru léttir á brún fyrir fund utanríkismálanefndar í gær áður en alvarlegu málefnin tóku við. vísir/vilhelm „Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“ Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
„Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“
Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira