Segja Ísraela seka um morð á ungbarni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Þessi mynd af Ali Saad Dawabsha, átján mánaða palestínskum dreng, varð eftir í brunarústum húss á vesturbakkanum. Drengurinn lést í brunanum. nordicphotos/afp „Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
„Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira