Dýraníð – þversögn þjóðar Þröstur Friðfinnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar