Sjö ár síðan Valsari skoraði átta mörk á einu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 06:30 Patrick Pedersen hefur farið á kostum í framlínu Vals í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir) Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira
Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira