Sjö ár síðan Valsari skoraði átta mörk á einu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 06:30 Patrick Pedersen hefur farið á kostum í framlínu Vals í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira
Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira