Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir 23. júní 2015 00:00 Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun