Lífeyrisþegar borga brúsann! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar