Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2015 07:00 Karlalið Stjörnunnar. 26 leikir í röð án taps. 17 sigrar l 9 jafntefli. Lentu níu sinnum undir og voru undir í samtals 212 mínútur í þessum 26 leikjum. fréttablaðið/andri Það hefur verið gaman í Garðabænum á síðasta ári. Báðir meistaraflokkarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótboltanum og leikmenn og stuðningsfólk Stjörnuliðsins hljóta að vera búin að steingleyma tilfinningunni sem fylgir því að tapa deildarleik. Síðasta tap Stjörnuliðs í Pepsi-deildinni kom fyrir 375 dögum, eða þegar kvennaliðið tapaði fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí 2014. Stjörnuliðið vann næstu tólf deildarleiki sína og alls sextán af síðustu sautján leikjum sínum. Stjarnan hefur hafið nýtt tímabil á því að vinna tvo fyrstu leikina án þess að fá á sig mark. Liðið er reyndar bara í þriðja sæti þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með betri markatölu eftir tvær fyrstu umferðirnar en það gæti breyst í næstu umferðum haldi Garðabæjarkonur áfram á sömu braut.Ekki tapað undir stjórn Rúnars Karlaliðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og síðasta tap liðsins í Pepsi-deildinni var í Kaplakrika 28. september 2013 eða fyrir rétt tæpum tuttugu mánuðum. Karlaliðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar og er því alls búið að leika 26 leiki í röð án þess að tapa. Stjörnumenn gerðu reyndar jafntefli við Víkinga í síðasta leik eftir að hafa lent tvisvar undir. Það var í fyrsta sinn í sumar og í fyrsta sinn í síðustu níu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni þar sem liðið lendir undir í leik. Í þessum 26 leikjum hefur Stjarnan lent níu sinnum undir og verið undir í samtals 189 mínútur af 2.340 eða aðeins í átta prósent af leiktímanum. Stjarnan var búin að spila þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fyrra þegar Stjörnukonur töpuðu sínum leik í 1. umferð kvennadeildarinnar. Stjörnuliðin hafa þar með ekki tapað í síðustu 42 leikjum sínum í Pepsi-deildunum.Kvennalið Stjörnunnar. 19 leikir í röð án taps. 18 sigrar l 1 jafntefli. Lentu tvisvar sinnum undir og voru undir í samtals 58 mínútur í þessum 19 leikjum.fréttablaðið/andriEinsdæmi í íslenskum fótbolta Þetta hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu hjá félagi sem hefur verið með báða meistaraflokka sína í efstu deild á sama tíma. KR-liðin léku sem dæmi 26 leiki í röð án taps 2002 til 2003 og 23 leiki í röð án taps 1999-2000 og Valsliðin léku 20 leiki án taps 2006 og 19 leiki án taps 1978-1979 og 2006-07. Það voru Stjörnukonur sem töpuðu síðast en það „slys“ kom í fyrsta leik eftir fullkomið tímabil á undan, þar sem liðið vann alla átján leiki sína með markatölunni 69-6. Auk þess hefur Stjörnuliðið unnið alla fjóra bikarleiki sína og alla úrslitaleiki sína sem þýðir að liðið er nú handhafi allra titlanna fjögurra sem barist er um í íslenska kvennafótboltanum. Stjörnukonur hafa reyndar aðeins lent tvisvar undir í síðustu 19 leikjum sínum og mótherjarnir hafa aðeins haldið forystu í samtals 58 mínútur í þessum leikjum. Það er því ekki nóg með að Stjörnuliðin séu taplaus í síðustu 42 leikjum sínum, þau hafa bara verið undir í samanlagt 247 mínútur í þeim eða aðeins í 6,5 prósent af leiktímanum. Það er líka athyglisvert að skoða tapleiki annarra félaga sem hafa verið með báða meistaraflokka sína í Pepsi-deildinni á sama tíma. Blikar koma þar næst með sex tapleiki og eru í nokkrum sérflokki í öðru sætinu. Fyrir forvitna þá munu Stjörnuliðin hafa náð fimmtugasta leiknum verði þau enn ósigruð 17. júní, eða fram yfir leik karlaliðsins á Fylkisvelli 15. júní. Þangað til eru fjórir leikir hjá hvoru félagi, þar af fimm þeirra á heimavelli. Það reynir samt á tapleysið á næstunni því karlaliðið mætir FH í toppslag Pepsi-deildar karla á þriðjudaginn og kvennaliðið mætir svo Val og Breiðabliki með fjögurra daga millibili í byrjun júní, en öll þessi þrjú lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Svo eru það öll hin liðin, því það hlýtur að vera orðið kappsmál hjá öllum liðum Pepsi-deildanna að sýna fram á það að Garðbæingar geti tapað fyrir íslensku liði. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Það hefur verið gaman í Garðabænum á síðasta ári. Báðir meistaraflokkarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótboltanum og leikmenn og stuðningsfólk Stjörnuliðsins hljóta að vera búin að steingleyma tilfinningunni sem fylgir því að tapa deildarleik. Síðasta tap Stjörnuliðs í Pepsi-deildinni kom fyrir 375 dögum, eða þegar kvennaliðið tapaði fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí 2014. Stjörnuliðið vann næstu tólf deildarleiki sína og alls sextán af síðustu sautján leikjum sínum. Stjarnan hefur hafið nýtt tímabil á því að vinna tvo fyrstu leikina án þess að fá á sig mark. Liðið er reyndar bara í þriðja sæti þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með betri markatölu eftir tvær fyrstu umferðirnar en það gæti breyst í næstu umferðum haldi Garðabæjarkonur áfram á sömu braut.Ekki tapað undir stjórn Rúnars Karlaliðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og síðasta tap liðsins í Pepsi-deildinni var í Kaplakrika 28. september 2013 eða fyrir rétt tæpum tuttugu mánuðum. Karlaliðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar og er því alls búið að leika 26 leiki í röð án þess að tapa. Stjörnumenn gerðu reyndar jafntefli við Víkinga í síðasta leik eftir að hafa lent tvisvar undir. Það var í fyrsta sinn í sumar og í fyrsta sinn í síðustu níu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni þar sem liðið lendir undir í leik. Í þessum 26 leikjum hefur Stjarnan lent níu sinnum undir og verið undir í samtals 189 mínútur af 2.340 eða aðeins í átta prósent af leiktímanum. Stjarnan var búin að spila þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fyrra þegar Stjörnukonur töpuðu sínum leik í 1. umferð kvennadeildarinnar. Stjörnuliðin hafa þar með ekki tapað í síðustu 42 leikjum sínum í Pepsi-deildunum.Kvennalið Stjörnunnar. 19 leikir í röð án taps. 18 sigrar l 1 jafntefli. Lentu tvisvar sinnum undir og voru undir í samtals 58 mínútur í þessum 19 leikjum.fréttablaðið/andriEinsdæmi í íslenskum fótbolta Þetta hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu hjá félagi sem hefur verið með báða meistaraflokka sína í efstu deild á sama tíma. KR-liðin léku sem dæmi 26 leiki í röð án taps 2002 til 2003 og 23 leiki í röð án taps 1999-2000 og Valsliðin léku 20 leiki án taps 2006 og 19 leiki án taps 1978-1979 og 2006-07. Það voru Stjörnukonur sem töpuðu síðast en það „slys“ kom í fyrsta leik eftir fullkomið tímabil á undan, þar sem liðið vann alla átján leiki sína með markatölunni 69-6. Auk þess hefur Stjörnuliðið unnið alla fjóra bikarleiki sína og alla úrslitaleiki sína sem þýðir að liðið er nú handhafi allra titlanna fjögurra sem barist er um í íslenska kvennafótboltanum. Stjörnukonur hafa reyndar aðeins lent tvisvar undir í síðustu 19 leikjum sínum og mótherjarnir hafa aðeins haldið forystu í samtals 58 mínútur í þessum leikjum. Það er því ekki nóg með að Stjörnuliðin séu taplaus í síðustu 42 leikjum sínum, þau hafa bara verið undir í samanlagt 247 mínútur í þeim eða aðeins í 6,5 prósent af leiktímanum. Það er líka athyglisvert að skoða tapleiki annarra félaga sem hafa verið með báða meistaraflokka sína í Pepsi-deildinni á sama tíma. Blikar koma þar næst með sex tapleiki og eru í nokkrum sérflokki í öðru sætinu. Fyrir forvitna þá munu Stjörnuliðin hafa náð fimmtugasta leiknum verði þau enn ósigruð 17. júní, eða fram yfir leik karlaliðsins á Fylkisvelli 15. júní. Þangað til eru fjórir leikir hjá hvoru félagi, þar af fimm þeirra á heimavelli. Það reynir samt á tapleysið á næstunni því karlaliðið mætir FH í toppslag Pepsi-deildar karla á þriðjudaginn og kvennaliðið mætir svo Val og Breiðabliki með fjögurra daga millibili í byrjun júní, en öll þessi þrjú lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Svo eru það öll hin liðin, því það hlýtur að vera orðið kappsmál hjá öllum liðum Pepsi-deildanna að sýna fram á það að Garðbæingar geti tapað fyrir íslensku liði.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira