Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 07:31 Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með liði Vålerenga. Getty/Marius Simensen/STR Margir hafa mikla áhyggjur af slæmum áhrifum dekkjarkurls á börn og fullorðna sem æfa og keppa á gervigrasvöllum. Nýjustu fréttir frá Noregi gera ekkert annað en að ýta undir slíkar áhyggjur. Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira