Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 21:43 Heimir Guðjónsson var ánægður með sitt lið en ekki dómarann. Ernir Eyjólfsson/Vísir FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. „Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
„Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira