Aron: Það er frábært að fá Óla inn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 08:15 Aron fer yfir málin með strákunum á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll. Hann verður líklega án Alexanders Peterssonar í kvöld en hefur fengið Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið. Vísir/Vilhelm „Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira