Vaðlaheiðargöng og Vatnsmýri Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Margir setja samasemmerki á milli Vaðlaheiðarganga, Kristjáns L. Möller og kjördæmapots. Þrátt fyrir að göngin sem þingmaðurinn barðist svo ötullega fyrir stefni nú hraðbyri í að fara nokkrum milljörðum fram úr kostnaðaráætlunum eru margir tilbúnir að kaupa rök kjördæmapotaranna þegar kemur að samgöngubótum á landsbyggðinni. Þau eru alltaf þau sömu og snúast að mestu um atvinnuuppbyggingu, vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og að lokum er málflutningurinn geirnegldur með dæmum um sjúkraflutninga og öryggi barna. Þetta er allt gott og blessað enda rökin að mörgu leyti sterk, sér í lagi ef hægt er að mæta kostnaði við allt þetta brölt með gjaldtöku þannig að notendur þessara mannvirkja greiði fyrir þau sjálfir. Það sem er hinsvegar ótraustvekjandi einkenni kjördæmapotara er að þeir eru nær undantekningalaust ósamkvæmir sjálfum sér. Það sannaði Kristján L. Möller svo um munaði áAlþingi á dögunum þegar hann lagði til að lögbann yrði sett á íbúðauppbyggingu í Reykjavík þrátt fyrir að forsendur framkvæmdanna séu í raun þær sömu og forsendur Vaðlaheiðarganga og í fullu samræmi við samkomulag sem Kristján undirritaði sjálfur árið 2009. Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt af 13 borgarfulltrúum sem hafa mun fleiri atkvæði á bakvið sig heldur en allir þingmenn Norðausturlands samanlagt. Uppbygging í Vatnsmýri er einn af hornsteinum skipulagsins og eitt allra mikilvægasta hagsmunamál Reykvíkinga og þar af leiðandi þjóðarinnar. Framkvæmdirnar sem fyrrum samgönguráðherra vill nú stöðva eru fyrsta skrefið í átt að borgarsamfélagi þar sem 15–20 þúsund borgarbúar munu búa og starfa í göngufæri við verslun og þjónustu í hjarta höfuðborgarinnar. Veigamestu rökin með uppbyggingu í Vatnsmýri eru t.d. að draga úr álagi á samgönguæðar sem eru ófærar á álagstímum og að byggja upp sterkt atvinnusvæði og þekkingariðnað þar sem vegalengdir eru stuttar og öruggar. Fyrir kjörna fulltrúa og kjördæmapotara hljóta þessi rök að hljóma kunnuglega og vega þungt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun
Margir setja samasemmerki á milli Vaðlaheiðarganga, Kristjáns L. Möller og kjördæmapots. Þrátt fyrir að göngin sem þingmaðurinn barðist svo ötullega fyrir stefni nú hraðbyri í að fara nokkrum milljörðum fram úr kostnaðaráætlunum eru margir tilbúnir að kaupa rök kjördæmapotaranna þegar kemur að samgöngubótum á landsbyggðinni. Þau eru alltaf þau sömu og snúast að mestu um atvinnuuppbyggingu, vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og að lokum er málflutningurinn geirnegldur með dæmum um sjúkraflutninga og öryggi barna. Þetta er allt gott og blessað enda rökin að mörgu leyti sterk, sér í lagi ef hægt er að mæta kostnaði við allt þetta brölt með gjaldtöku þannig að notendur þessara mannvirkja greiði fyrir þau sjálfir. Það sem er hinsvegar ótraustvekjandi einkenni kjördæmapotara er að þeir eru nær undantekningalaust ósamkvæmir sjálfum sér. Það sannaði Kristján L. Möller svo um munaði áAlþingi á dögunum þegar hann lagði til að lögbann yrði sett á íbúðauppbyggingu í Reykjavík þrátt fyrir að forsendur framkvæmdanna séu í raun þær sömu og forsendur Vaðlaheiðarganga og í fullu samræmi við samkomulag sem Kristján undirritaði sjálfur árið 2009. Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt af 13 borgarfulltrúum sem hafa mun fleiri atkvæði á bakvið sig heldur en allir þingmenn Norðausturlands samanlagt. Uppbygging í Vatnsmýri er einn af hornsteinum skipulagsins og eitt allra mikilvægasta hagsmunamál Reykvíkinga og þar af leiðandi þjóðarinnar. Framkvæmdirnar sem fyrrum samgönguráðherra vill nú stöðva eru fyrsta skrefið í átt að borgarsamfélagi þar sem 15–20 þúsund borgarbúar munu búa og starfa í göngufæri við verslun og þjónustu í hjarta höfuðborgarinnar. Veigamestu rökin með uppbyggingu í Vatnsmýri eru t.d. að draga úr álagi á samgönguæðar sem eru ófærar á álagstímum og að byggja upp sterkt atvinnusvæði og þekkingariðnað þar sem vegalengdir eru stuttar og öruggar. Fyrir kjörna fulltrúa og kjördæmapotara hljóta þessi rök að hljóma kunnuglega og vega þungt.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun