Fáum við betri upplýsingar um gengislán? Ólafur Stephensen skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna. Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun. Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega. Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama. Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum. Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar