Aprílgabb forsætisráðherra? Steingrímur J Sigfússon skrifar 14. apríl 2015 07:00 Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun